is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Lýðheilsuvísindi >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45426

Titill: 
 • Titill er á ensku Associations between socioeconomic factors, residence, physical activity, dietary trends and nutrition: Results from the 2019-2021 Icelandic National Dietary Survey
 • Tengsl félagshagfræðilegra þátta, búsetu, hreyfingar og mismunandi mataræðis við næringu: Niðurstöður úr landskönnun á mataræði Íslendinga 2019-2021
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  Aims: To examine the associations between socioeconomic factors, residence, physical activity, dietary trends and nutrition.
  Method: This study used data from the 2019-2021 Icelandic National Dietary Survey, with participants aged 18-80 years. Data was collected using two 24-hour recalls, a food frequency questionnaire, and a background questionnaire. Binary logistic regression, the Mann-Whitney U-test, and the independent samples t-test were used for statistical analysis. Results: There were 822 participants, of whom 52 (6%) followed a low-carbohydrate diet and 28 (3%) reported practising intermittent fasting. Higher education was associated with more frequent consumption of fruit and vegetables, regular intake of vitamin D supplements, and less frequent consumption of sugar-sweetened beverages. Difficulty in making ends meet economically was associated with more frequent consumption of sugar-sweetened beverages (odds ratio (OR) 2.74, 95% confidence interval (CI): 1.18-6.33) as well as artificially sweetened beverages. Living in the Capital Area was associated with more frequent consumption of vegetables compared with living elsewhere in Iceland (OR 1.63, 95% CI: 1.22-2.18). Frequent physical activity was associated with more frequent consumption of fruit and vegetables as well as regular intake of vitamin D supplements. Those following a low-carbohydrate diet had lower intake of total carbohydrates, added sugars, and fibre, and higher intake of protein, total fat, and saturated fat than those without dietary restrictions (p<0.05). Those practising intermittent fasting also had lower total carbohydrate intake and higher protein intake (p<0.05). Conclusion: Those with higher education and who exercise frequently in their leisure time are more likely to follow dietary recommendations. Difficulty in making ends meet economically and area of residence can affect dietary choices. Those who followed a low-carbohydrate diet or practised intermittent fasting were less likely to consume macronutrients within recommended ranges.

 • Markmið: Markmið þessarar rannsóknar var að skoða tengsl félagshagfræðilegra þátta, búsetu, hreyfingar og mismunandi mataræðis við næringu. Aðferð: Rannsóknin er byggð á gögnum úr landskönnun á mataræði Íslendinga, framkvæmd á árunum 2019 til 2021. Þátttakendur voru á aldrinum 18-80 ára. Í könnuninni var gögnum safnað með tveimur sólarhringsupprifjunum, tíðnispurningalista og bakgrunnsspurningum. Tölfræðiúrvinnsla var framkvæmd með tvíkosta aðhvarfsgreiningu, Mann-Whitney U-prófi og t-prófi óháðra úrtaka. Niðurstöður: Þátttakendur voru 822 Íslendingar, þar af 52 (6%) sem fylgdu lágkolvetnamataræði og 28 (3%) sem föstuðu. Hærra menntunarstig var tengt aukinni neyslu á ávöxtum og grænmeti, D-vítamíni (sem bætiefni) og minni neyslu á sykruðum gosdrykkjum. Erfiðleikar með að ná endum saman tengdust aukinni neyslu sykraðra gosdrykkja (gagnlíkindahlutfall (OR) 2.74, 95% öryggisbil (CI): 1.18-6.33) sem og sykurlausra gosdrykkja. Þau sem bjuggu á höfuðborgarsvæðinu borðuðu oftar grænmeti en þau sem bjuggu á landsbyggðinni (OR 1.63, 95% CI: 1.22-2.18). Regluleg hreyfing í frítíma tengdist aukinni neyslu á ávöxtum og grænmeti sem og reglulegri inntöku á D-vítamíni. Þau sem sögðust aðspurð vera á lágkolvetnamataræði neyttu minna af kolvetnum, viðbættum sykri og trefjum en meira af próteinum, fitu og mettaðri fitu samanborið við þau sem ekki takmörkuðu fæði sitt að þessu leyti (p<0.05). Þau sem sögðust aðspurð stunda föstur neyttu einnig minna af kolvetnum og meira af próteinum (p<0.05).
  Ályktun: Þau með hærri menntun og sem hreyfa sig reglulega í frítíma sínum eru líklegri til þess að fylgja almennum næringarráðleggingum. Erfiðleikar með að ná endum saman og búseta getur haft áhrif á val á matvælum. Þau sem fylgdu lágkolvetnamataræði eða stunduðu föstur fengu síður orkuefnin í réttum hlutföllum eins og ráðlagt er. 

Samþykkt: 
 • 21.6.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/45426


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MJ_mastersthesis_skemman.pdf1.3 MBLokaður til...20.06.2025HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing_MJ.jpg213.09 kBLokaðurYfirlýsingJPG