Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4543
Þær jarðvegsgerðir sem einkum einkenna gróin landbúnaðarsvæði hér á landi eru mójörð, svartjörð, votjörð og brúnjörð. Þessar jarðvegsgerðir innihalda mikinn forða af kolefni. Við framræslu fer af stað rotnun í mýrajarðvegi og þá losna úr mónum koltvísýringur, steinefni og köfnunarefni. Ísland er aðili að Loftslagsamningi
Sameinuðu þjóðanna, með honum skuldbindum við okkur m.a. til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og veita upplýsingar um þessa losun. LBHÍ tekur saman upplýsingar um losun vegna landnýtingar (LULUCF), en framræsla er hluti af því. Veruleg losun GHL getur átt sér stað úr framræstu landi en losun þeirra er háð þáttum
eins og landnýtingu og magni kolefnis í jarðvegi. Til að meta losun GHL vantar upplýsingar um hlutfall skurða sem liggja um land með lífrænum jarðvegi annars vegar og hinsvegar upplýsingar um breytileika landnýtingar á framræstu landi.
Verkefnið mun afla gagna til að bæta bókhald Íslands til Loftslagssamnings SÞ hvað varðar landnýtingu og losun GHL úr framræstu landi.
Sýnastaðir voru fundnir með aðstoð landupplýsingakerfisins GIS. Jarðvegs- sýnataka
fór fram á Vesturlandi þar sem upplýsingum var m.a. safnað um landnýtingu. Jarðvegssýnin voru síðan greind fyrir C og N, auk þess sem að sýni með undir 12% í C voru sett í oxalat-skolun. Rannsóknin leiddi í ljós að framræsta landið er að langmestu leiti nýtt til úthaga. 86% af jarðveginum reyndist lífrænn (>12%C), og alls höfðu sex jarðvegsgerðir verið ræstar fram, mójörð var í yfir 70% tilvika hin framræsta jarðvegsgerð. Breytileiki í C:N hlutfalli milli jarðvegsgerða leiddi í ljós að því kolefnisríkari sem jarðvegurinn var því hærri reyndist hlutfallið. Ef litið er á breytileika C:N eftir landnýtingu má sjá
að úthaginn hefur hærra hlutfall en ræktað land.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS Jónína Svavarsdóttir.pdf | 775.81 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |