is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45430

Titill: 
 • Titill er á ensku The Association Between Adverse Childhood Experiences and Body Mass Index & Obesity in Adulthood: A Cross-Sectional Study based on the SAGA cohort of Icelandic Women
 • Tengsl áfalla í æsku og líkamsþyngdarstuðuls og offitu á fullorðinsárum: Þversniðsrannsókn á þýði íslenskra kvenna
Námsstig: 
 • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  Background: Exposure to adverse childhood experiences (ACEs) has been associated with negative physical and psychological health impact throughout adult life. ACEs disturb regulatory bodily mechanisms and increase the likelihood of harmful behaviour. ACEs have, among other things, been associated with excessive weight gain in adulthood. The aim of this study is to investigate the relationship between adverse childhood experiences and adult body weight among Icelandic women, as defined by body mass index (BMI), obesity in particular.
  Methods: We used data from the nationwide SAGA cohort study and included 26,814 women residing in Iceland and are aged 18-69 years and who responded to questions on ACEs and body weight and height. We used self-reported weight and height to calculate BMI, and responses to WHO ACE-IQ to quantify exposure to thirteen different ACEs. Thirteen types of adverse childhood experiences were measured with the ACE-International Questionnaire. Body mass index was calculated from self-reports on weight and height (kg/m2). We used linear and logistic models to assess the association between number and types of ACEs and BMI (continuous) as well as obesity (BMI ≥30 kg/m2) while adjusting for age, childhood deprivation, educational level, employment status, monthly income, marital status, smoking, and alcohol intake.
  Results: 28% of the women in this study had been exposed to four or more adverse experiences in childhood and 31% were living with obesity at the time the data was gathered. Linear regression indicated a statistically significant positive association between number of ACEs and BMI. The prevalence of obesity was 37% higher for those exposed to ≥4 ACEs compared to those unexposed to ACEs (PR = 1.37, 95% CI 1.29, 1.46). When adjusted for age, deprivation, socio-demographic and behavioural factors the association remained significant (PR = 1.23, 95% CI 1.15, 1.32). Three out of 13 ACEs had the strongest association with obesity in adulthood (age adjusted); bullying (PR = 1.52, 95% CI 1.33,1,60), physical abuse (PR = 1.27, 95% CI 1.16, 1.38) and sexual abuse (PR = 1.23, 95% CI 1.17, 1.28). The association between these types of ACEs and obesity remained significant when adjusted for all other ACE types.
  Conclusion: These findings confirm the association between ACEs and risk of adult obesity in a large nationwide-representative cohort of women. These findings may help to improve and implement preventive measures and supportive services for survivors of adverse childhood events.

 • Bakgrunnur: Rannsóknir benda til tengsla milli áfalla í æsku og neikvæðrar þróunar líkamlegrar og andlegrar heilsu ásamt auknum líkum á áhættuhegðun fram á fullorðinsár. Rannsóknir benda einnig til tengsla milli áfalla í æsku og líkamsþyngdar á fullorðinsárum. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna sambandið milli áfalla í æsku og líkamsþyngdar á fullorðinsárum (samkvæmt BMI stuðli) í stóru þýði íslenskra kvenna.
  Aðferð: Víðtæk gögn úr rannsókninni Áfallasaga kvenna voru notuð til greiningar á tengslum áfalla í æsku við líkamsþyngdarstuðul kvenna á Íslandi. Þessi rannsókn inniheldur svör frá 26.814 konum búsettum á Íslandi á aldursbilinu 18-69 ára sem svöruðu spurningum um áföll í æsku og líkamsþyngd og hæð. Þrettán tegundir áfalla voru mældar samkvæmt alþjóðlega skalanum WHO ACE-IQ og líkamsþyngdarstuðull þátttakenda var reiknaður út frá svörum þeirra um hæð og þyngd (kg/m2). Við notuðum línulega og lógístíska aðhvarfsgreiningu til að kanna sambandið milli fjölda og tegunda ACE og líkamsþyngdarstuðuls (sem samfellda breytu) og með offitu (BMI ≥30 kg/m2), leiðrétt fyrir aldri, fátækt/skorti, menntunarstigi, tekjum, stöðu á vinnumarkaði, hjúskaparstöðu, reykingum og áfengisneyslu.
  Niðurstöður: 28% kvenna í rannsókn þessari höfðu upplifað fjögur eða fleiri áföll í æsku og 31% bjuggu við offitu. Línuleg aðhvarfsgreining sýndi stigmögnunartengsl milli áfalla í æsku (ACE IQ) og aukins líkamsþyngdarstuðluls kvenna á fullorðinsárum. Niðurstöður tvíkosta lógístískrar aðhvarfsgreiningar, leiðréttri fyrir aldri, sýndi að algengi offitu var 37% hærra hjá þeim konum sem upplifðu ≥4 áföll í æsku miðað við þær sem ekki upplifðu áföll í æsku, (PR 1.37, 95% CI 1.29, 1.46). Þegar leiðrétt var fyrir aldri, fátækt/skorti í æsku, samfélagslegri stöðu, áfengisdrykkju og reykingum þá hélst sambandið milli áfalla í æsku og offitu tölfræðilega marktækt (PR 1.23, 95% CI 1.15, 1.32). Þrjár af þrettán tegund um áfalla höfðu sterkust tengsl við offitu; einelti (PR 1.52, 95% CI 1.33, 1,60), líkamlegt ofbeldi (PR 1.27, 95% CI 1.16, 1.38) og kynferðislegt ofbeldi (PR 1.23, 95% CI 1.17, 1.28). Tengslin milli þessara tegunda áfalla og offitu héldust marktæk þó að leiðrétt væri fyrir öllum öðrum tegundum áfalla.
  Ályktun: Niðurstöðurnar staðfesta tengsl milli áfalla í æsku og offitu síðar á lífsleiðinni í stóru þýði íslenskra kvenna. Niðurstöður þessar geta nýst til að skipuleggja fyrirbyggjandi aðgerðir og þjónustu við þolendur áfalla og ofbeldis í æsku.

Styrktaraðili: 
 • Evrópska Rannsóknaráðið og Rannís
Samþykkt: 
 • 23.6.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/45430


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigrún Lóa Ritgerð Lokaeintak.pdf1.43 MBLokaður til...30.06.2024HeildartextiPDF
yfirlýsing.pdf456.51 kBLokaðurYfirlýsingPDF