is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45431

Titill: 
  • Agile aðferðafræði og vendinám : yfirsýn og samábyrgð kennara á verkefnaskilum nemenda
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn er Agile skoðað innan veggja grunnskóla með þeim tilgangi að kanna hvort aðferðafræðin bæti sameiginlega yfirsýn kennara yfir verkefnastöðu nemenda og auki samábyrgð þeirra á verkefnaskilum í sjálfstætt starfandi grunnskóla sem notast við vendinám.
    Agile aðferðafræðin með vendinámi er viðfangsefni sem ekki hefur verið mikið rannsakað en Agile verkefnastjórnun hefur að geyma tól sem er hægt er að yfirfæra frá framleiðslueiningum og hugbúnaðargerð yfir í stjórnun annarra eininga. Agile aðferðafræðin er ekki gömul en hefur þó notið mikilla vinsælda enda býr hún yfir einföldum tólum eins og Kanban sem fellur líka undir straumlínustjórnun en það tól er vinsælt vegna einfaldleikans og nálgun þess á að útrýma sóun á auðlindum eins og tíma og fjármagni. Scrum er orðið vel þekkt í hönnun og hugbúnaðargeiranum og eins og Kanban hafa vinsældir náð út fyrir þann ramma og fleiri tegundir fyrirtækja farnar að nýta sér aðferðafræðina. Scrumban er samsuða þessarra tveggja aðferðafræða þar sem þeir eiginleikar úr aðferðafræðunum sem henta best eru nýttar í verkefnastjórnun hjá margvíslegum fyrirtækjum. Markmið þessarrar ritgerðar er að kanna hvort Agile aðferðafræðin passi með vendinámi og þá hvort Kanban tafla hjálpi kennurum að öðlast yfirsýn og samábyrgð yfir verkefnaskil nemenda í vendinámi.
    Einnig er skoðað hvort einföld Kanban tafla fyrir kennara í sjálfstætt starfandi skóla nái að kveikja áhuga á áframhaldandi innleiðingu á Agile aðferðafræðinni fyrir skipulagsheildina og nemendur í framhaldi af því. Einblínt er á upplifun kennara í þessari rannsókn en nemendur eru ekki þátttakendur nema að því leiti að verkefni eru lögð fyrir þá og útkoman skoðuð með viðtölum við kennarana og viðhorf þeirra kannað út frá rannsóknarspurningunum.

Samþykkt: 
  • 27.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45431


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Margret_Sturlaugsdottir_skemman.pdf463.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna