is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Íþróttafræðideild / Department of Sport Science >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45433

Titill: 
  • Aðferðir til að fyrirbyggja aftanlærisvöðvatognanir í frjálsum íþróttum : fræðslu- og æfingahandbók fyrir frjálsíþróttafélög landsins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tíðni aftanlærisvöðvameiðsla í frjálsum íþróttum er há þar sem að um 20% frjálsíþróttamanna meiðast aftan í læri yfir eitt keppnistímabil og um helmingur upplifa aftanlærisvöðvameiðsl að minnsta kosti einu sinni yfir ferilinn. Orsakir aftanlærisvöðvatognana geta verið margþættar og eru oft samspil margra þátta og því er mikilvægt fyrir þjálfara og iðkendur að vera meðvitaðir um þá áhættuþætti sem geta valdið aftanlærisvöðvatognunum. Áhættuþættir geta verið breytilegir og óbreytilegir, íþróttamaðurinn getur haft áhrif á breytilegu þættina með því til dæmis að styrkja og liðka þá vöðva sem auka líkur á meiðslum aftan í læri.
    Verkefninu er skipt í tvo meginhluta; fræðilega umfjöllun og æfingahandbók. Fræðilegi hluti ritgerðarinnar fjallar almennt um vöðvatognanir og vöðvavirkni, aftanlærisvöðvatognanir, lífaflfræði aftanlærisvöðvatognana, áhættuþætti aftanlærisvöðvatognana og meiðslaforvarnir. Markmið þessa verkefnis er að auka þekkingu þjálfara og iðkenda í frjálsum íþróttum um aftanlærisvöðvatognanir og áhættuþætti þeirra í þeirri von um að minnka tíðni aftanlærisvöðvameiðsla og koma í veg fyrir þessa gerð meiðsla. Ritgerðinni fylgja notendavæn og aðgengileg kennslumyndbönd með forvarnaræfingum fyrir aftanlærisvöðvatognanir.
    Niðurstöðurnar gefa til kynna að margir ólíkir þættir geta haft áhrif á aftanlærisvöðvatognanir og rannsóknir sýna fram á að markvissar styrktar- og liðkunaræfingar hafa forvarnargildi og ættu að vera hluti af æfingaáætlun frjálsíþróttamanna.

Samþykkt: 
  • 27.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45433


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dóra og Vilhelmína - Lokaverkefni .pdf319,58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Dóra og Vilhelmína - Handbók.pdf804,48 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna