Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45435
Valdamisræmi kynjakerfisins á sér ýmsar birtingarmyndir í samfélaginu og það má jafnframt greina í margvíslegum aðstæðum, meðal annars í kynlífi. Kynlífsmenning framhaldsskólanema er þar engin undantekning. Í þessari rannsókn er leitast við að kortleggja hvernig framhaldsskólanemar vinna með samþykki í kynlífi. Það er gert til þess að skilja betur hlutverk samþykkis í kynferðislegum aðstæðum. Með sögulokaaðferðinni (e. story completion) er hægt rýna í hugmyndir og gildismat þessa samfélagshóps en gögnin eru á formi sagna sem samdar voru af þátttakendum. Í þeim má greina fjögur þemu; 1) Samþykki notað sem gæðastimpill; 2) Sögur um samþykki; 3) Samþykki ekki ofarlega í huga við kynferðislegar aðstæður; 4) Ákaft samþykki fyrir kynlífi ekki til staðar. Af þeim 56 sögum sem rannsóknin byggir á innihéldu 25 samþykki af einhverju tagi, en 31 ekki. Í þau skipti sem samþykki var til staðar var sjaldnast sagt frá því hvernig það var fengið eða gefið. Greina mátti misvísandi skilaboð og óbein samskipti í flestum sögum. Það er ljóst að hið ríkjandi gagnkynhneigða kynlífshandrit (e. sexual scripts) viðheldur sömu íhaldssömu gildum og viðmiðum um ríkjandi karlmennsku og styðjandi kvenleika sem birtist í hegðun ungmenna. Þekking ungmenna á samþykki er einhver en ristir ekki djúpt. Þörf er á meiri og markvissari kynfræðslu sem fjallar um samskipti og kynferðislegt samþykki ásamt því að leggja áherslu á mikilvægi kynferðislegrar ánægju og löngun stúlkna/kvenna.
The patriarchy's imbalanced power dynamics appear in numerous facets of society at large, chief among them being sex and gendered sexual dynamics. The sexual culture of Icelandic upper secondary school students is no exception to these patriarchal imbalances. The purpose of this research is to document how this paticular group of young people, work with and negotiate sexual consent.This is done to gain an understanding of the role that sexual consent plays in this group’s communication in sexual circumstances. Data was collected with the story completion method, which is suitable for the task of uncovering hegemonic ideas and values of young students.
The findings of this research were generated through four main themes: 1) Consent used as a stamp of approval; 2) Stories on consent; 3) Consent not a default in sexual circumstances; 4) The missing veritable will for sex. Out of the 56 stories that included sexual activities, 25 included some form of consent, meaning that 31 stories did not include any consent. In most of the stories where consent was included in some way, no detail was given as to how consent was given or received. Most of the stories had misleading signs and covert communication between the characters. Such behavior and communication are common factors in the dominant sexual script which reproduces the values and norms that belong to hegemonic masculinity and emphasized femininity. We can see these values and social norms in young people´s behavior, and the conclusions are a sign that young students do have knowledge about sexual consent to some extent, but their knowledge only goes so far. More targeted sexual education that emphasizes communication and sexual consent is therefore very much needed.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skemman yfirlýsing ÁBK.pdf | 61,61 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Ágústa Björg Kristjánsdóttir M.Ed.pdf | 910,87 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |