is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45436

Titill: 
  • Málörvun og málþroski barna : hvernig er hægt að nýta útiveru barna í málörvunarstarf í leikskóla?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Málörvun er eitt af sviðum leikskólanna og snýr að því að efla málþroska barna. Málþroski er flókið ferli sem byggir á því að börn læri að tileinka sér tungumál. Málþroski barna fer fram í nánum samskiptum við umönnunaraðila á fyrstu árum þeirra. Í leikskólastarfinu gegna kennarar því hlutverki að stuðla að auknum málþroska barnanna. Með því að nýta fjölbreyttar leiðir í málörvunarstarfi hentar námið börnum með ólíkar þarfir. Í útiveru getur farið fram málörvun sem byggir á því að nýta náttúrulegt umhverfi til að hvetja börnin til að nota fjölbreytt mál til að tjá sig. Þau læra ný orð sem tengjast útiveru, náttúru og umhverfi og þar með auka orðaforða sinn. Hlutverk kennara er að styðja við nám og leik barnanna þar sem þeir fylgjast með og eru til staðar. Í þessari ritgerð verður leitast við að svara því hvað einkennir málþroska barna og málörvun í leikskólum. Einnig hvernig hægt sé að nýta útiveru í málörvunarstarf. Helstu niðurstöður eru þær að málþroski barna er ein af undirstöðum góðrar náms- og lestrarfærni ungra barna. Þannig sé málörvunarstarf gríðarlega mikilvægur hluti af leikskólastarfinu og snýr mikið að hlutverki kennara. Auk þess kemur fram hvernig kennarar geta nýtt útiveru til að skipuleggja gott málörvunarstarf.

Samþykkt: 
  • 30.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45436


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd_AHK23.pdf441,99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_loka.pdf149,47 kBLokaðurYfirlýsingPDF