Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45437
Flestir kannast við það að hreyfing hafi jákvæð áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu. Auk þess gegnir svefn mikilvægu hlutverki fyrir líkamlega vellíðan hjá íþróttafólki. Þar á meðal getur svefn haft gríðarleg áhrif á frammistöðu íþróttamanns. Svefn spilar risastórt hlutverk í lífinu og þá einnig í íþróttum. Íþróttafólk sem hugsar vel um svefninn sinn er líklegra til að ná langt í íþróttinni. Það skiptir miklu máli að íþróttamaðurinn sofi vel og að andleg og líkamleg heilsa sé í góðu lagi. Í þessari ritgerð ætla ég að fjalla um sambandið á milli svefns og andlegrar og líkamlegrar heilsu. Markmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á mikilvægi svefns á frammistöðu í íþróttum og andlega heilsu. Rannsóknarspurning þessarar ritgerðar er hvort svefn hafi áhrif á frammistöðu í íþróttum og andlega heilsu. Ég studdist við fræðilegar heimildir við gerð ritgerðarinnar. Niðurstöðurnar sýna fram á að svefn getur haft jákvæð áhrif á frammistöðu í íþróttum. Úrvalsíþróttamenn sem eru í miklu æfingaálagi ná fram bestri frammistöðu á æfingum eða í keppni þegar þeir fá næga svefn.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Adna Mesetovic - LOKARITGERÐ.pdf | 1,96 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing-2.pdf | 310,65 kB | Lokaður | Yfirlýsing |