is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45444

Titill: 
  • Kynlegar sögur í skólastarfi : kennsluleiðbeiningar með bókunum KynVera og Daði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi greinargerð og kennsluleiðbeiningar eru lagðar fram sem lokaverkefni til B.ed.-prófs við Deild faggreinakennslu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Lokaverkefnið er unnið í tengslum við unglingabækurnar KynVera (2018) og Daði (2019) en bækurnar fjalla m.a. um kynþroska, tilfinningar og kynlíf út frá sjónarhorni bæði stelpu og stráks. Markmið þessa verkefnis er fyrst og fremst að varpa ljósi á ávinning þess að samþætta bókmenntakennslu og kynfræðslu fyrir nemendur á unglingastigi með áhugahvetjandi bókmenntum. Verkefnið skiptist í greinargerð og kennsluleiðbeiningar. Greinargerðin skiptist í þrjár ítarlegar umfjallanir um söguþráð bókanna, unglingabókmenntir og kynfræðslu en þessar umfjallanir eiga að renna stoðum undir mikilvægi kennsluleiðbeininganna. Kennsluleiðbeiningarnar eru ætlaðar nemendum í efstu bekkjum grunnskóla og eru hugsaðar sem leiðarvísir og hugmyndabanki fyrir þá kennara sem hafa hug á að samþætta bókmenntakennslu og kynfræðslu. Tilgangur þeirra er að opna augu kennara fyrir þeim óþrjótandi möguleikum sem felast í bókmenntakennslu, kynfræðslu og samþættingu þessara tveggja greina.

Samþykkt: 
  • 30.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45444


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kynlegar sögur LOKA.pdf955,6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing_Loka.pdf263,08 kBLokaðurYfirlýsingPDF