is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45445

Titill: 
  • Kvíði : námsgengi og félagatengsl ungs fólks með kvíða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Kvíði er eitt algengasta heilsufarsvandamál nú til dags og hefur hann aukist til muna meðal fólks síðustu ár og samfara því hefur aðsókn til sálfræðinga aukist. Kvíði hefur gífurlega hamlandi áhrif á einstaklinga sem við hann glíma og sé hann ekki meðhöndlaður getur hann ágerst og fylgt fólki út lífið. Tilgangur skýrslunnar er að varpa ljósi á þær áskoranir sem fólk með kvíða stendur frammi fyrir og kvíðavanda samfélagsins sem og að skoða hvaða meðferðarúrræði eru í boði. Samkvæmt fræðilegum rannsóknum hefur kvíði margs konar áhrif á námsgengi og félagatengsl. Í skýrslunni vildi rannsakandi kanna hvort að svo sé og tók því viðtöl við tvo einstaklinga sem greinst höfðu með kvíða. Segja má að niðurstöður viðtalanna styðja við fyrri rannsóknir að miklu leyti. Niðurstöður viðtalanna leiða einnig í ljós að borið hefur á því að skortur sé á meðferðarúrræðum fyrir fólk með kvíða þá sérstaklega eru langir biðlistar hjá sálfræðingum sem eykur líkur á því að einstaklingar fái ekki viðeigandi meðferð. Þá hefur lyfjanotkun verið í hámæli á Íslandi og virðist kvíðastillandi lyfjum frekar ávísað vegna langrar biðar eftir sálfræðiþjónustu.

Samþykkt: 
  • 30.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45445


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fanney Lára Guðmundsdóttir.pdf531.32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf259.19 kBLokaðurYfirlýsingPDF