is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45457

Titill: 
  • Kynáhugi : fræðsluefni fyrir starfsmenn og þjónustunotendur skammtímaúrræða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Gegnum tíðina hefur fatlað fólk verið minnihlutahópur í samfélaginu og utangátta vegna fáfræði og mismununar. Ákveðin sýn og hugsun hefur lengi verið viðloðandi gagnvart fötluðu fólki og ímynd þess. Þessi sýn og hugsunarháttur í garð þessa minnihlutahóps hefur verið með neikvæðum hætti í gegnum aldirnar en í nútímanum hefur átt sér stað vitundarvakning á sumum sviðum vegna réttindabaráttu fatlaðs fólks. Þegar kemur að kynverund, kynáhuga og tilhugalífi fatlaðs fólks virðist sem samfélagið sé ekki jafn staðfast í úrbótum, eins og varðandi endurbætt aðgengi. Það eru nokkrar algengar mýtur í garð fatlaðs fólks varðandi kynverund þess, eins og að þau séu kynlausar verur, eilíf börn eða með stjórnlausa kynhvöt. Í þessu lokaverkefni verður því sjónum beint að þessari mismunun og fáfræði sem þarf að uppræta. Sem starfsmenn á skammtímadvölum höfum við, höfundar, vitneskju um skort á fræðsluefni sem varðar kynverund fatlaðs fólks. Höfundum finnst vera bersýnilegur skortur á ráðgjöf og fræðslu fyrir starfsfólk vinnustaða sem skilgreinir rétt vinnubrögð í kringum kynáhuga þjónustunotenda. Í lokaverkefninu verður einblínt á að koma á framfæri fræðsluefni sem getur bætt vitneskju starfsmanna, þjónustunotenda, aðstandenda og vinnustaða. Verkefnið verður skipt upp í greinargerð og fræðslubæklinga. Markmið þessa lokaverkefnis er að betrumbæta aðstæður starfsmanna og þjónustunotenda þeirra á vinnustöðum sem og í daglegu lífi. Til þess að skapa betra og faglegra umhverfi ásamt því að opna fyrir þetta umræðuefni sem er að fatlað fólk er kynverur eins og allir aðrir.

Samþykkt: 
  • 3.7.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45457


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.A. verkefni_Greinargerð_Patrycja og Silja Líf-Tilbúin.pdf421.61 kBLokaður til...08.05.2050GreinargerðPDF
Kynáhugi-Fræðslubæklingur fyrir starfsmenn skammtímaúrræða.pdf119.08 MBOpinnFræðslubæklingurPDFSkoða/Opna
Kynáhugi-Fræðslubæklingur fyrir þjónustunotendur skammtímaúrræða.pdf92.57 MBOpinnFræðslubæklingurPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing-Patrycja og Silja.pdf254.62 kBLokaðurYfirlýsingPDF