is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45459

Titill: 
  • Skapandi nálgun í samfélagsgreinakennslu : leikir, leiklist og samþætting
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Reynsla úr vettvangsnámi vakti áhuga höfundar á að fjalla um skapandi nálgun í samfélagsgreinum. Skapandi kennsluaðferðir hafa marga góða kosti og því mikilvægt að kennarar nýti sér þær. Markmið þessarar ritgerðar er að sýna fram á mikilvægi sköpunar og samþættingar í samfélagsgreinum. Komið verður inná mikilvægi leikja og aðferðir leiklistar í skólastarfi og hvernig má tengja þær kennsluaðferðir við samfélagsgreinakennslu. Einnig verður fjallað um valdar kennsluaðferðir leikja, leiklistar og samþættingar í kennslu samfélagsgreina. Leitað verður svara við rannsóknarspurningunni: Hvernig má stuðla að skapandi samfélagsgreinakennslu með áherslu á samþættingu, leiki og aðferðir leiklistar? Höfundur hefur aflað sér upplýsinga ýmist í bókum, fræðiritum og öðrum rannsóknum.
    Niðurstöður benda til þess að hægt sé að fara margar leiðir til þess að stuðla að skapandi vinnu í samfélagsgreinum. Með því að nýta aðferðir leiklistar, leiki og samþættingu má koma til móts við margvísleg markmið samfélagsgreina. Í skapandi skólaumhverfi er samþætting mikilvægur þáttur þar sem auðvelt er að vinna með fjölbreyttar og skapandi kennsluaðferðir. Kennarar hafa því ýmsa möguleika til að gera kennsluna skapandi og skemmtilega og auðvelt er að útfæra viðfangsefni með aðferðum leikja og leiklistar.

Samþykkt: 
  • 3.7.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45459


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
skemman_yfirlysing_ Saga.pdf136.73 kBLokaðurYfirlýsingPDF
STB 2023, Lokaskil 08.05.2023.pdf202.05 kBOpinnPDFSkoða/Opna