is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45461

Titill: 
  • Þráðurinn í textílkennslu : vinnuferlið um vef textílsins þannig að öll hæfniviðmiðin fléttist saman
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðar var að athuga hvernig mætti á markvissan hátt ná fram betri skilningi nemenda í grunnskóla á vinnuferlinu frá hugmynd að fullbúinni textílafurð í textílkennslu í gegnum alla skólagöngu þeirra.
    Rannsóknin fól í sér að greina hæfniviðmið textílmenntar í Aðalnámskrágrunnskóla (2011) með því að lesa úr þeim á skipulagðan hátt þannig að náð væri betri samfellu í gegnum öll aldursstigin. Markmiði var því að lesa út úr hæfniviðmiðunum, ekki bara lárétt eins og hefðbundið er, heldur líka lóðrétt í gegnum alla flokka hæfniviðmiða. Við þá nálgun kom í ljós sú fjölþætta hæfni sem nemendur þurfa að öðlast til að ná góðri þjálfun, virkja sköpunarkraftinn og fá dýpri skilning á viðfangsefnum með tengingu við sögu, menningu og umhverfi. Lárétt í gegnum aldursstigin frá 1.-10. bekk er síðan verið að dýpka þá þætti og auka við verklegu reynsluna. Atriðaskráin sem fékkst úr greiningunni var notuð til að bera saman við innihald nýútgefinna fag- og námsbóka: Handbók í textíl (2023) og Sjálfbærni í textíl, neysla, nýting og nýsköpun (2021). Niðurstöður sýna að innihald bókanna fellur vel að þeim hæfniviðmiðum flokkanna sem höfð eru til viðmiðunar í textílkennslu í grunnskólum. Bækurnar eru yfirgripsmiklar af fróðleik, skýringarmyndum, uppskriftum, leiðbeiningum og sniðum ætluðum mið- og efri bekkjum grunnskóla.
    Lokamarkmið ritgerðarefnis var að endurbæta sögu sem höfundur setti fram sem kennsluverkefni í vettvangsnámi sínu og sem gafs mjög vel. Kennsluverkefnið gekk út á að koma fræðandi efni í skemmtilegt form sem kveikju og innlögn fyrir verklegt verkefni sem lagt var síðan fyrir nemendur. Upplifun höfundar eftir lestur og yfirferð sögunnar með þátttöku nemenda var að þeir voru ekki mjög meðvitaðir um verkferlið á bak við tilbúna textílafurð, þó að þeir væru mjög áhugasamir. Leiðbeinandi höfundar sem var í áheyrn kom með þá uppástungu að færa söguna yfir á öll aldursstigin og skapa þannig samfellu í skilningi þeirra á ferlishugsuninni frá hugmynd að flík eða textílafurð. Niðurstöður rannsóknar sýna að flokkar hæfniviðmiða frá 1.-10. bekk, ásamt námsefni við hæfi, hjálpa til við að skapa ramma utan um verkferlið sem fylgt er eftir í sögunni , en aðeins ef þeir fá tækifæri til að vinna markvisst að þeim markmiðum frá 1. Bekk í grunnskóla. Til þess að þræða sporin á skemmtilegan og fræðandi hátt þarf að flétta saman efninu þannig það höfði til nemenda. Hér er það gert með söguforminu sem mikilvæg og hvetjandi kveikja og innlögn fyrir áframhaldandi verkefnavinnu nemenda, þannig að þeir séu meðvitaðir um markmið textílkennslu fyrir framhaldsnám og atvinnulíf í greininni. 

Samþykkt: 
  • 3.7.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45461


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þráðurinn í textílkennslu, vinnuferlið um vef textílsins þannig að öll hæfniviðmiðin fléttist saman.B.Ed.23.pdf2.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing_.pdf93.74 kBLokaðurYfirlýsingPDF