en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/45475

Title: 
  • Title is in Icelandic Samþætting fyrir alla : Korka og ég
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessu verkefni verður leitast við að samþætta hæfniviðmið Aðalnámskrár grunnskólanna þannig að flest allir nemendur fái sem besta sýn á hvað hæfniviðmið eru og hvernig er unnið með þau. Verkefnið verður samþætt flestum námsgreinum og lykilhæfni metin, þó ekki sé um námsgrein að ræða.
    Hugmyndin að verkefninu hefur verið í mótun síðan 2015-2016 þegar ég kenndi „Korku sögu“ (Vilborg Davíðsdóttir, 2015) í fyrsta skipti í sérdeild grunnskóla. Einum nemandanum fannst tilgangslaust og leiðinlegt að eigin sögn að hlusta á eða lesa sögur. En með því að lífga söguna við með lifandi frásögn fannst þessum nemanda allt einu þessi saga frábær, því nemandinn setti hana upp sem kvikmyndahandrit og ákveðið hvaða leikara ættu að leika hvaða hlutverk í myndinni. Í fyrsta skipti gerði nemandinn sama verkefni og bekkurinn og gekk mjög vel að leysa það.
    Vorið 2018 hóf ég síðan störf í Hörðuvallaskóla í Kópavogi. Íris Björk Eysteinsdóttir, kennari við skólann, var að hefja þróunarverkefni sem snéri að samþættingu námsgreina. Það kveikti svo mína hugmynd um hvort samþætta mætti greinar út frá „Korku sögu.“ Veturinn 2022-2023 hef ég kennt í 8. bekk skólans og fengið tækifæri til að þróa hugmyndina frekar og koma henni í framkvæmd.
    Verkefni þetta er 10 ECTS-eininga lokaverkefni til B.Ed. gráðu í grunnskólakennarafræði með áherslu á stærðfræði. Markmið þessa verkefnis er að sýna fram á hvernig hægt er að samþætta margar námsgreinar í grunnskóla með því að nota saman bókina „Korku sögu“ og stærðfræði í daglegu lífi. Bókin er skáldsaga byggð á Íslendingasögu, skrifuð af Vilborgu Davíðsdóttur.
    Bókin hefur marga möguleika á að útfæra verkefni fyrir ólíka nemendur og hægt að aðlaga á margan hátt eftir getu hvers nemanda. Starf mitt í grunnskólum síðustu tvo áratugina opnaði huga minn á kostum samþættingar námsgreina. Samþætting námsgreina og leiðsagnarnám eru mikilvægir þættir og forsenda þess að hægt sé að framkvæma svo stór og veigamikil verkefni með ólíkar þarfir nemenda í huga. Kennara er að sýna Kennari þarf að hafa jákvæða afstöðu gagnvart beitingu samþættingar og um leið reiðubúinn til þeirra aðgerða sem fræðilegi hluti verkefnisins fjallar um.

Accepted: 
  • Jul 4, 2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45475


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaritgerðin Korka og ég.pdf837,69 kBLockedComplete TextPDF
Skemman_yfirlysing.pdf95,35 kBLockedDeclaration of AccessPDF