is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45477

Titill: 
  • „Það er verk kennarans að ná því fram“ : hvernig kynjamunur birtist í lestrarnámi og framförum í lestri í Hjallastefnunni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig kynjamunur birtist í lestrarnámi og framförum í lestri hjá nemendum í grunnskólum Hjallastefnunnar. Skoðað var hvaða aðferðir eða aðstæður hafa þau áhrif að kynin standa nær jafnfætis þegar kemur að árangri og framförum í lestri. Til þess að setja efnið í fræðilegt samhengi var fjallað um lestur og kynjamun í lestri, umræðu í fjölmiðlum, almennt um Hjallastefnuna og kynjamun í grunnskólum hennar. Rannsóknin fór fram í einum af grunnskólum Hjallastefnunnar. Tekin voru eigindleg viðtöl sem henta vel þegar afla þarf gagna um reynslu fólks, hugleiðingar þess og skoðanir varðandi rannsóknarefnið. Talað var við sex kennara og skólastýru skólans til þess að heyra um reynslu þeirra af lestrarkennslu skólans, kynjamun í lestrarkennslu og unnið var úr gögnum um mat á framförum nemenda í lestri.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að mikil áhersla er lögð á daglegan lestur og fjölbreyttar lestrarkennsluaðferðir auk einstaklingsmiðunar í lestrarnámi skólans. Nálgun í lestrarkennslu, út frá því hvort verið er að kenna stúlkum eða drengjum, var aðeins mismunandi. Kennurum fannst þó ekki mikill munur vera á kennsluaðferðum eftir kynjum en skólastýran útskýrði í hverju munurinn felst. Ekki mátti sjá mikinn kynjamun á niðurstöðum skólans úr lesfimiprófum Lesferils en það má sjá á gögnum frá árunum 2017-2022. Þau próf sýna að meðaltalsmunur á árangri er óverulegur í hverjum árgangi og er kynjamunurinn sitt á hvað, stúlkum og drengjum í hag. Stúlkurnar tóku ekki fram úr drengjunum þegar leið á yngsta stigið og þegar viðmið lesfimiprófa Lesferils voru skoðuð var ekki hægt að sjá mynstur sem sýnir að frammistaða stúlkna er betri en drengja. Þetta er frábrugðið öðrum rannsóknum sem hafa sýnt að meðalárangur drengja á yngsta stigi sé lakari en stúlkna.
    Með þessari rannsókn vonast ég eftir því að geta komið á framfæri hagnýtum niðurstöðum um hvaða áhrifaþættir geta jafnað út kynjamun á framförum í lestrarnámi barna.

Samþykkt: 
  • 4.7.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45477


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Ed.-lokaverkefni .pdf1,32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing_.pdf239,16 kBLokaðurYfirlýsingPDF