is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45478

Titill: 
  • Eitt fyrir öll og öll fyrir eitt : birtingarmynd kynhlutlauss máls í íslensku skólakerfi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Íslenska er að uppruna indóevrópskt tungumál og má víða finna spor af frummálinu í nútímamáli. Málfræðilegt karlkyn í nútímaíslensku er talið vera arftaki samkyns í indóevrópska frummálinu en af þeirri ástæðu er íslenska karllægt tungumál og hefur það málefni fengið meiri umræðu í samfélaginu upp á síðkastið. Vegna breytinga í þjóðfélaginu hefur krafan verið sú að minnka karllægni tungumálsins og veita öllum kynjum hliðstæðan rétt. Til að leysa þetta vandamál hefur kynhlutlaust mál (e. gender inclusive language) komið til sögunnar. Í ritgerð þessari verður reynt að varpa ljósi á birtingarmyndir kynhlutlauss máls í íslensku en einnig verður litið til annarra landa og skoðað hvernig kynhlutlaust mál birtist í sænsku, færeysku og ensku.
    Þá verður fjallað um rannsókn sem höfundur framkvæmdi en meginmarkmið hennar var að skoða nánar hvernig kynhlutlaust mál birtist í íslensku grunnskólakerfi. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að kennarar eru yfirhöfuð jákvæður hópur þegar kemur að kynhlutlausu máli en ljóst er að yfirvöld þurfa að standa þéttar við bakið á þeim.

Samþykkt: 
  • 4.7.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45478


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eitt fyrir öll og öll fyrir eitt (2).pdf1.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman yfirlýsing_AHG.pdf267.03 kBLokaðurYfirlýsingPDF