en English is Íslenska

Thesis Agricultural University of Iceland > Umhverfisdeild > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/4548

Title: 
 • Title is in Icelandic Hvanneyri - fyrirmyndarsamfélag í úrgangsmálum?
Submitted: 
 • 2009
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Markmið verkefnisins var að kanna með hvaða hætti Hvanneyri gæti orðið fyrirmyndarsamfélag í úrgangsmálum. Kannað var m.a. hversu mikill heimilisúrgangur væri fluttur frá Hvanneyri til urðunar, hver væri þátttaka íbúa í flokkun endurvinnanlegs úrgangs, hversu miklu væri skilað til jarðgerðarinnar Moldu á Hvanneyri og hvernig viðhorfum íbúanna til flokkunar og úrgangsmála á Hvanneyri væri háttað. Svörin við þessum
  spurningum voru síðan notuð til að leggja fram aðgerðaráætlun. Í verkefninu var stuðst við gögn frá Gámaþjónustu Vesturlands hf. ásamt sérstakri vigtun sem framkvæmd var á Hvanneyri. Úrgangur frá heimilum Hvanneyrar reyndist vera rúm 78 tonn
  á ári. Af þessu magni voru um 11 tonn flokkuð, þar af tæp 2,8 tonn til jarðgerðar og rúm 8 tonn til annarrar endurvinnslu. Um 67 tonn eða 86% heimilisúrgangs á Hvanneyri er urðað. Árlega falla til 63 tonn af endurvinnanlegum úrgangi á heimilum Hvanneyrar, þar af henta 20 tonn til jarðgerðar. Í skoðanakönnun um þátttöku íbúa í flokkun úrgangs og viðhorf til endurvinnslu sögðust 75% flokka einhvern endurvinnanlegan úrgang. Nokkur áhugi er fyrir hendi að byrja að flokka og telja flestir svarendur að endurvinnslugámar eða tunnur auki
  þátttöku íbúanna í flokkun heimilisúrgangs. Tæpum 75% svarenda fannst illa staðið að kynningu á jarðgerðinni Moldu, og vitneskju um söfnun og jarðgerð lífræns úrgangs reyndist ábótavant. Lagt er til að starfshópur undir forystu LbhÍ vinni að undirbúningi og kynningu nýrra aðgerða í úrgangsmálum. Enginn lífrænn né endurvinnanlegur úrgangur verði fluttur til urðunar frá Hvanneyri. Allur úrgangur sem til þess er fallinn verði endurnýttur innan svæðisins, öðrum verði safnað og komið í verð. Jarðgerðin verði efld og stækkuð.
  Grenndargámum fyrir annan endurvinnanlegan úrgang verði fundinn staður miðsvæðis á Hvanneyri. Félagasamtök verði í forsvari fyrir endurvinnslugáma, annist eftirlit og losun, enda fái þau ágóðann af sölu úrgangsins. Þörf er á nánari rannsóknum og vinnu tengdri úrgangsmálum á Hvanneyri, t.d. að meta magn alls úrgangs frá Hvanneyri, jafnt frá heimilum sem fyrirtækjum. Vinna þarf nánari útfærslu á hinum nýju aðgerðum.

Accepted: 
 • Mar 16, 2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4548


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Bs-lokaverkefni-Ásta K.G..pdf541.53 kBOpenHeildartextiPDFView/Open