is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45480

Titill: 
 • ,,Barnið kemur inn í bekk og það er eiginlega svolítið vandamál“ : grunnþátturinn jafnrétti í kennsluháttum tungumálakennara
 • Titill er á ensku ,,The child comes into the classroom and it is the problem” : equality in language teachers teaching methods
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Kennarinn er lykillinn að öllu starfi skóla. Hann á að starfa undir aðalnámskrá grunnskóla og fylgja henni við skipulag, framkvæmd og mat á skólastarfi. Grunnþætti menntunar er að finna í aðalnámskránni og eru sex, en í þessari rannsókn verður einn þeirra sérstaklega tekinn fyrir: Jafnrétti. Rannsókn þessi mun kanna hvernig tungumálakennarar vinna með grunnþáttinn jafnrétti í sinni kennslu. Til að athuga það voru fimm rannsóknarspurningar mótaðar. 1. Hver er tilgangurinn með grunnþættinum jafnrétti? 2. Hvað felst í jafnrétti að mati kennara? 3. Vefa kennarar jafnrétti meðvitað inn í vinnu sína? Ef svo er - hvernig? 4. Upplifa kennarar fordóma í skólakerfinu? 5. Hafa kennarar fengið jafnréttismenntun? Til að svara eftirfarandi spurningum voru hálf opin viðtöl tekin við fimm tungumálakennara í þremur grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu.
  Notast var við eigindlega aðferðafræði, þar sem markmið rannsóknarinnar var ekki að finna eitt rétt svar heldur að skilja upplifanir og viðhorf kennaranna. Haft var samband við 27 skólastjóra á höfuðborgarsvæðinu og jákvæð svör fengust frá þremur þeirra. Þrír kennaranna störfuðu því við sama skóla. Viðtölin voru hálf opin og hvert viðtal var því ólíkt þar sem ekki var farið eftir hefðbundnum spurningalista. Gögn voru greind með þemagreiningu og skoðuð með femínísku gagnrýnu sjónarhorni.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að fæstir kennaranna þekktu grunnþættina sex og aðeins einn þeirra fléttaði jafnréttisfræðslu meðvitað inn í kennsluhætti sína. Allir kennararnir sögðu þó að jafnrétti væri mikilvægur þáttur kennslu og flestir notuðust ómeðvitað við einhvers konar jafnréttisfræðslu. Kennararnir tengdu jafnrétti ýmist við skóla án aðgreiningar eða einstaklingsmiðað nám eða við að nemandi fái að vera hann sjálfur, óháð bakgrunni hans. Áhugavert þótti að allir kennaranna nema einn höfðu upplifað fordóma innan skólakerfisins, einn þeirra upplifði þá daglega. Tveir kennaranna sögðust finna fyrir fordómum frá samkennurum sínum í garð barna með fjölmenningarlegan bakgrunn og sögðu viðhorfsbreytingu vera nauðsynlega. Allir kennaranna höfðu fengið einhverja jafnréttismenntun, þó mismikla. Þeir kennarar sem mestan áhuga höfðu á jafnrétti höfðu sótt námskeið og fyrirlestra á eigin vegum, á meðan aðrir höfðu fengið fræðslu innan skólanna sem þeir störfuðu við. Það var þó ljóst að fræðslan sem skólarnir buðu upp á var ekki mjög mikil og hana mætti bæta.
  Rannsókn þessi sýnir að skólastjórnendur og kennarar þurfa að forgangsraða jafnréttismenntun til að vera í stakk búin að takast á við fordómana sem sjást innan grunnskóla í dag. Með því að setja jafnréttisfræðslu ekki í forgang eru skólastjórnendur ómeðvitað að veita jafnréttisbaráttu andspyrnu sem veldur því að kennarar gefa ekki vafið jafnrétti inn í kennsluhætti sína.

 • Útdráttur er á ensku

  The teacher is the key to all education and should work under the Icelandic National Curriculum Guide and follow it regarding organization, execution, and assessment. The fundamental pillars of education are found in the curriculum guide and are six. In this research, however, only one will be investigated: Equality. This research will investigate whether language teachers weave the pillar, equality, into their teaching and how. To investigate this five research questions were created. 1. What is the purpose of the fundamental pillar, equality? 2. What does equality mean to the teachers? 3. Do the teachers purposefully weave equality into their teaching methods? How? 4. Have the teachers experienced any prejudice in the school system? 5. Have the teachers had any training in equality? To answer these questions semi-open interviews were conducted with five language teachers in three compulsory schools in the capital area.
  Qualitative research was used, because the aim was not to find out one generalized truth but to understand the teachers’ points of views. Twenty-seven principals were contacted and three responded positively. Therefore, three of the teachers interviewed worked for the same school. The interviews were semi-open and therefore, each interview was different. Data was analyzed through thematic analysis and viewed through a feminist critical perspective.
  The results of the research showed that very few of the teachers knew about the six fundamental pillars of education and only one of them weaved equality education purposefully into their teaching. All the teachers said that equality was an important factor in teaching and most of them weaved equality into their teaching subconsciously. The teachers linked equality either to inclusive schools or equal study opportunities, no matter the students background. It was interesting to see that all of the teachers except one had experienced prejudice in the school system, one of whom experienced it daily. Two of the teachers said they noticed prejudice from other teachers towards multicultural students and said that an attitude change was vital. All of the teachers had received some training in equality education, some more than others. The teachers with the most interest towards equality had themselves went to lectures and sought courses on their own, while others had received some training from the schools they work at. It was clear the schools did not offer a lot of training in the matter.
  This research shows that principals and teachers need to prioritize education for equality to be able to enforce prejudice prevention. By not putting equality training at the forefront, principals are subconsciously resisting the equality movement which makes teachers unable to weave equality into their teaching methods.

Samþykkt: 
 • 4.7.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/45480


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
mariaskuladottir yfirlysing.pdf228.33 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Maria Skuladottir.pdf704.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna