Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45481
Í þessari ritgerð verður fjallað um yngstu börnin sem eru á leikskólaaldri og hvað hefur áhrif á aldur þeirra við upphaf leikskólagöngu. Sérstaklega fyrstu árin í lífi barnsins eru gríðarlega mikilvæg fyrir heilaþroska og tengslamyndun barnanna og bæði neikvæðar og jákvæðar upplifanir barnanna geta haft áhrif á framtíðarlíf þeirra. Þess vegna þarf að gæta þess að aðlögun barna fyrir leikskólagöngu sé vel heppnuð og þurfa leikskólakennarar og foreldrar að leggja áhersla á öryggi og tengslamyndun í aðlöguninni. Af því tengslamyndun yngstu barna er mikilvæg svo þeim líði vel þann tíma sem þau dvelja í leikskólanum, er mikilvægt að við reynum að skilja hvernig félagsleg samskipti yngstu barnanna fara fram. Rannsakað var álit foreldra á aldri og dvalarlengd barna og hvað myndi einfalda ákvarðanatöku foreldra um aldur barna við upphaf leikskólagöngu, með því að gera spurningakönnun. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að vinnumarkaðurinn, fjárhagur og lengd fæðingarorlofs og raunverulegur inntökualdur barna í leikskólanum hafi mikil áhrif á aldur og dvalarlengd barna við upphaf leikskólagöngu. Einnig leiða niðurstöðurnar í ljós að þetta er stórt mál sem þarf að taka á, vegna þess að foreldrar upplifa ekki nægjanlegan stuðning eða möguleika til þess að brúa bilið milli fæðingarorlofs og upphafs leikskólagöngu barnsins og þau óska eftir samræmi milli lengdar fæðingarorlofs og inntökualdurs barna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Áhrifaþættir á aldur barna við upphaf leikskólagöngu - Rannsókn á áliti foreldra.pdf | 618,84 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
skemman_yfirlysing_-2.pdf | 62,18 kB | Lokaður | Yfirlýsing |