Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45482
Í þessari rannsókn voru metin áhrif Beanfee hugbúnaðarins á líðan, skólasókn og verkefnaskil nemenda með skólaforðun. Þátttakendur voru þrír drengir og ein stúlka, 13-14 ára í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu, sem tilnefndir voru til þátttöku vegna tíðrar fjarveru úr skóla. Beanfee hugbúnaðurinn var notaður til að útbúa einstaklingsmiðað hvatningarkerfi fyrir hvern þátttakanda, í samstarfi við foreldra þeirra og umsjónarkennara. Markmið varðandi mætingu og verkefnaskil voru valin í samráði við umsjónarkennara og umbun og afreksmerki voru valin í samráði við foreldra og nemendur. Þátttakendur fengu tiltekinn fjölda táknstyrkja í formi „bauna“ fyrir að mæta í hverja kennslustund og tvöfaldan fjölda fyrir fyrstu og síðustu kennslustundirnar. Einnig fengu þeir táknstyrkja fyrir að skila vikulegum verkefnum í stærðfræði. Þátttakendur og umsjónarkennari þeirra skráðu mætingu og skil á verkefnum í Beanfee. Þátttakendur skráðu jafnframt líðan í skólanum á kvarðanum 1-10 innan Beanfee. Foreldrar gátu fylgst með mætingu og verkefnaskilum þátttakenda í gegnum Beanfee í snjallsímum sínum og höfðu það hlutverk að veita þá umbun sem barn þeirra hafði valið sér í „baunabúðinni“ fyrir safnaða táknstyrkja. Áður en íhlutun hófst var tekið virknimatsviðtal við foreldra hvers þátttakanda til þess að hægt væri að kortleggja vandann. Foreldrum var veitt ráðgjöf varðandi það hvernig best væri að hagræða umhverfi barnsins heima til þess að auka líkurnar á því að barnið mæti í skólann. Foreldrum var ráðlagt að draga úr þeirri styrkingu sem í boði var fyrir barnið heima þegar það mætti ekki í skólann, svo sem að takmarka aðgengi að interneti, snjallsíma, sjónvarpi og leikjatölvum á skólatíma. Íhlutun var framkvæmd í 89% samræmi við leiðbeiningar að meðaltali og varði í 4-5 vikur fyrir hvern þátttakanda. Skólasókn var metin með skráningum kennara á mætingu þátttakenda í kennslustundir í Mentor upplýsingakerfið. Áreiðanleiki Mentorskráninga kennara á mætingu þátttakenda var metinn alls 19 sinnum og reyndist 100% í samræmi við beinar athuganir rannsakanda. Margfalt grunnskeiðssnið yfir þátttakendur sýndi að með notkun Beanfee jókst skólasókn tveggja þátttakenda (hlutfall fjarveru úr skóla lækkaði úr 29,1% í 3,5%, eða um 88% að meðaltali). Hjá hinum tveimur þátttakendum jókst skólasókn til að byrja með en fór síðan versnandi (fjarvera úr skóla jókst að meðaltali úr 18,9% í 27,8%). Hlutfall vikulegra verkefnaskila jókst verulega hjá tveimur þátttakendunum (að meðaltali úr 29,8% í 88,6% eða um 197,3%), lítillega hjá þriðja þátttakandanum (að meðaltali úr 22% í 25%) en lækkaði hjá fjórða þátttakandanum (að meðaltali úr 26,3% í 0%). Líðan þriggja þátttakenda batnaði lítillega, að meðaltali úr 6,6 í 7,3 á skalanum 1-10, eftir að notkun Beanfee hófst. Líðan fjórða þátttakandans batnaði lítillega eftir að íhlutun var innleidd en fór síðan versnandi, að meðaltali úr 5,6 í 4,8. Svör þátttakenda, kennara og foreldra við spurningalista um félagslegt réttmæti, sýndu að flestum þótti Beanfee auðvelt í notkun og virka betur en önnur úrræði sem reynd höfðu verið. Niðurstöður benda til þess að hvatningarkerfi, framkvæmt af kennara, í samvinnu við nemendur og foreldra þeirra með Beanfee hugbúnaðinum geti í einhverjum tilfellum aukið skólasókn, ýtt undir verkefnaskil og bætt skólatengda líðan nemenda með skólaforðun.
This study examined the effects of individualized token reinforcement systems conducted through the Benfee software on the academic engagement, attendance, and well-being of students with a history of school avoidance. Participants were three boys and one girl, ages 13–14, in a public school in the capital area of Iceland. Individualized Beanfee programs were designed for each participant in collaboration with their parents and primary teacher. Participants and their primary teacher recorded attandance and assignment completion in Beanfee. Participants also recorded their school-related well-being on a scale of 1-10 within the software. The parents chose a variety of rewards that were available in the Beanstore and provided the researcher with information about their child's favorite characters to personalize achievement badges in the Beanfee program. Parents then provided rewards chosen by their child in the Beanstore for accumulated tokens. The intervention for each participant lasted 4-5 weeks. Teachers´ procedural fidelity was 89% on average. Attendance was measured through the teachers attendance recordings in Mentor. The reliability of the teacher attendance recording was evaluated a total of 19 times and was found to be 100% consistent with the direct observations of the researcher. A multiple baseline design across participants showed that using Beanfee increased school attendance for two participants (reducing absenteeism from 29.1% to 3.5%, or an average of 88%). For the other two participants, school attendance initially improved, but then worsened (increasing absenteeism from 18.9% to 27.8% on average). The percentage of weekly homework submissions increased for two participants (from an average of 29.8% to 88.6%, or about 197.3%), increased slightly for a third participant (from an average of 22% to 25%), and decreased for a fourth participant (from an average of 26.3% to 0%). The well-being of three participants improved slightly (from an average of 6.6 on a scale of 1-10 to 7.3), but the well-being of the fourth participant improved initially and then worsened (from an average of 5.6 to 4.8). Survey responses from participants, teachers, and parents indicated that Beanfee was easy to use and more effective than other interventions that had been tried. The results suggest that token reinforcement system implemented by teachers in collaboration with students and their parents using the Beanfee software can, in some cases, improve school attendance, promote homework completion, and enhance the school-related well-being of students.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Áhrif hvatningarkerfis með Beanfee hugbúnaðinum á líðan, skólasókn og verkefnaskil nemenda með skólaforðun.pdf | 2.38 MB | Lokaður til...24.05.2025 | Heildartexti | ||
skemman_yfirlysing_útfyllt.pdf | 252.84 kB | Lokaður | Yfirlýsing |