Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45486
Viðfangsefni ritgerðarinnar er að rannsaka hvaða ráð eru fyrir kvíða barna og ungmenna. Kvíðaraskanir eru algengustu geðraskanirnar meðal barna og ungmenna og hefur kvíði neikvæðar afleiðingar í för með sér eins og neikvæða sjálfsmynd, námserfiðleika, tilfinnanlegt ójafnvægi, sjálfvígstilraunir, alvarleg heilsufarsvandamál og hegðunarvanda.
Meginmarkmið rannsóknarinnar er að rannsaka kvíða með því leiðarljósi að finna bestu mögulegu ráðin fyrir foreldra og forræðismenn. Rannsóknarspurning er: Hvaða leiðir geta foreldrar farið til að styðja við börn og ungmenni með kvíða. Farið verður yfir helstu kvíðaraskanir og helstu orsakir kvíða. Skoðaðar verða rannsóknir á hreyfingu og hvernig hreyfing hefur jákvæð áhrif á kvíðaeinkenni. Einnig verða helstu aðferðir sem notast er við hér á landi skoðaðar sem foreldrar geta nýtt til þess að ná tökum á kvíða barna sinna.
Niðurstöður leiddu í ljós að kvíði er nátengdur geðheilsu og því betri sem geðheilsan er því minni líkur eru á kvíða. Rannsóknir sýndu hvernig regluleg hreyfing getur verið verndandi þáttur gegn kvíða, bætt andlega heilsu og dregið úr vanlíðan og kvíða. Með nærveru sinni eru foreldrar mögulega besta úrræðið til þess að aðstoða börnin sín við kvíða.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
skemman_yfirlysing.pdf | 154 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Kvíði barna og ungmenna.pdf | 382.3 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |