is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45489

Titill: 
  • Námsorðaforði íslenskra grunnskólanema
  • Titill er á ensku Learners‘ knowledge of Icelandic academic vocabulary
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Orðaforði nemenda hefur sterkustu forspána fyrir gengi þeirra í lesskilningi og er meginundirstaða fyrir farsæla námsframvindu. Í íslensku tungumáli eru ótal mörg orð og því er mikilvægt að vita hvaða orð gegna lykilhlutverki í námi á hverju aldursstigi. Í orðaforðarannsóknum er orðum skipt upp í ákveðin lög eftir tíðni þeirra og notkunarsviði: Orð í lagi 1 eru algengustu orðin, en í lagi 2 og 3 eru sjaldgæf orð, sem mörg gegna mikilvægu hlutverki í námi og tilheyra því námsorðforða tungumálsins. Orð í lagi 3 tilheyra ákveðnum námsgreinum og eru kennd sérstaklega. Orð í lagi 2 eru notuð þvert á fræðasvið og styðja umfjöllun um viðfangsefni námsins, en fá samt litla athygli í kennslu. Á nýjum Lista yfir íslenskan námsorðaforða (LÍNO-2) var orðum í lagi 2 raðað eftir tíðni þeirra í samtímatextum og námsefni, sem er orðaforði íslenska tungumálsins. Lítið er vitað um orðaforða nemenda í íslenskum skólum eða hvort þekkingin aukist með aldri. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna og bera saman þekkingu fjögurra aldurshópa grunnskólanema á íslenskum námsorðaforða. Orðum LÍNO-2 var skipt upp í fimm tíðniflokka og voru valin orð úr hverjum tíðniflokki í íslenskt námsorðaforðapróf með fjölvalsspurningum. Prófið var lagt fyrir samtals 851 nemanda í 4., 7., 9. og 10. bekk, í fimm grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður benda til að því eldri sem nemendur voru þeim mun betur gekk þeim í prófinu. Hins vegar virðist munurinn á þeim sem gekk síst vel og þeim sem gekk vel vera meiri eftir því sem nemendur voru eldri. Marktækur munur kom fram á meðaltali réttra svara milli allra árganga, nema milli 9. og 10. bekkjar. Þessi rannsókn er annar hluti af þremur í rannsóknarverkefninu Íslenskur námsorðaforði, sem styrkt er af Rannsóknasjóði Háskóla Íslands, og er unnið í samstarfi Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Menntamálastofnunar.

  • Útdráttur er á ensku

    The vocabulary of students is the strongest predictor of their progress in reading comprehension and is the main foundation for successful academic progress. In the Icelandic language the number of words is countless, and therefore it is important to know which words play a key role at each stage of education. In vocabulary studies, words are divided into three tiers according to their frequency and usage: words in tier 1 are the most common words of the language, while tier 2 and 3 include rare words that play an important role in learning and are the academic vocabulary of the language. Words in tier 3 belong to specific subjects and are taught specifically. Words in tier 2 are used across academic fields and support discussions about the subject of education, but receive little attention in teaching. In a new List of Icelandic academic vocabulary (LÍNO-2) words in tier 2 were ranked according to their frequency in contemporary texts and subject materials, which is the vocabulary of the Icelandic language. Little is known about the vocabulary of students in Icelandic schools, and whether knowledge increases with age. The aim of this study was to investigate and compare the knowledge of compulsory school students at different ages of LÍNO-2 words. LÍNO-2 words were divided into five frequency bands and words were selected from each frequency band for a new Icelandic academic vocabulary test with multiple-choice questions. The test was administered to a total of 851 students in grades 4, 7, 9, and 10, in five primary schools in the capital area. The study indicates that the older the learners were the better their performance was on the test. However, the difference between low and high achievers became larger with higher age of the participants. Significant difference was detected on mean scores between all age groups except between the 9th and the 10th graders. This study is the second part of a three-part research project, Icelandic Academic Vocabulary, which is funded by the University of Iceland Research Fund, and based on collaboration between the School of Education at the University of Iceland, Árni Magnússon Institute of Icelandic Studies and Icelandic Directorate of Education.

Styrktaraðili: 
  • Rannsóknasjóður Háskóla Íslands
Samþykkt: 
  • 4.7.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45489


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.pdf195.67 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Edda Björk Vatnsdal-meistaraverkefni.pdf633.19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna