Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45493
Inngangur: Heilahristingur er heilaáverki sem orsakast af lífaflfræðilegum kröftum og eru einkenni eins og svimi, höfuðverkur og jafnvægistruflanir algeng í kjölfarið. Hálsáverkar geta valdið svipuðum einkennum og heilahristingur Hálsinn einkennist af miklum hreyfanleika og fjölda aflnema sem bendir til mikilvægs hlutverks við að miðla skynupplýsingum til og frá miðtaugakerfinu. Áverki á hálsinn getur valdið truflun á stöðu- og hreyfiskyni í hálsi og í kjölfarið valdið einkennum eins og svima, óstögugleika o.fl... Markmiðið rannsóknar var því að meta hvort að breyting verði á stöðu- og hreyfiskyni í hálsi hjá íþróttakonum sem hlotið hafa heilahristing.
Aðferðir: Þátttakendur í rannsókninni voru 16 íþróttakonur sem hlotið höfðu tvo eða fleiri heilahristinga og viðmiðunarhópur af 25 íþróttakonum án sögu um heilahristing. Háls-höfuðhreyfingar voru mældar með Butterfly prófi þar sem þátttakandur nota höfuðhreyfingar til þess að elta depil sem hreyfist á tölvuskjá í þremur stigvaxandi erfiðum mynstrum. Frávik í nákæmni höfuðhreyfinga voru mæld með amplitude accuracy (AA), time on target (ToT), undershoot (US), overshoot (OS) og jerk index (JI). HNR prófið metur getu einstaklinga til að finna aftur nákvæma upphafssöðu höfuðs eftir að hafa hreyft það. Meðaltal frávika fyrir snúning til hægri og vinstri (þverskurðarsnið) og frambeygju og afturbeygju (þykktarsnið) var reiknað út og notað í greiningu á HNR prófinu. Frammistaða hópanna var borin saman með blönduðu líkani. Notast var við p<0,05 sem tölfræðileg marktektarmörk. Niðurstöður: Marktæk megináhrif fundust ekki milli hópanna (óháð erfiðleikastigi) á Butterfly prófi. Marktæk víxlhrif fyrir erfiðleikastig og hóp fundust fyrir AA, TOT, US og OS sem endurspeglaði mun milli hópa á því hvernig erfiðleikastig hafði áhrif á frammistöðu þeirra. Marktæk megináhrif fundust fyrir hreyfiátt á HNR prófi þar sem frávik var meira í afturbeygju miðað við frambeygju (p<0,001) og meiri frávik urðu eftir snúning til hægri en til vinstri (p<0,001). Marktækur munur var á milli hópa fyrir frammistöðu í þykktarsniði (megináhrif; p=0,004) en ekki í þverskurðarsniði (p=0,985) og ekki fundust víxlhrif.
Ályktanir: Niðurstöður benda til að stöðu- og hreyfiskyn í hálsi verði fyrir truflunum í kjölfarið af heilahristingi og ætti að taka tillit til þess í greiningu og endurhæfingu einstaklinga í kjölfar heilahristings. Butterfly prófið og HNR prófið geta verið gagnleg í greiningu einkenna hjá þessum hópi og gefið vísbendingar um hverskonar þjálfun þarf til að bæta stöðu- og hreyfiskyn í hálsi og til að stýra stignun á þjálfun.
Introduction: Concussion is a traumatic brain injury caused by biomechanical forces which can lead to symptoms such as dizziness, headaches and balance disorders Similar injury mechanics and symptoms are often seen in cervical injuries. The neck is characterized by high mobility and a large number of mechanoreceptors which indicates an important role in transmitting sensory information to and from the central nervous system. An injury to the neck can cause impairment of neck proprioception and subsequently cause symptoms such as dizziness and instability. The objective of the study was to investigate whether proprioception of neck would be affected in female athletes who have suffered a concussion.
Materials and methods: The study included a group of 16 athletic women with a history of 2 or more sport-related concussions and a control group of 25 women without history of concussion. The Butterfly test was used to measure head-neck performance by tracking a moving dot on a computer screen during three increasingly difficult patterns. Calculations were made to derive the outcome measures Amplitude Accuracy (AA) and Time on Target (TOT), Overshoot (OS), Undershoot (US) and Jerk index (JI). The head-neck relocation test (HNR) measures the accuracy of relocation of the head to natural head position and the absolute error was compared between groups for movements in the sagittal and frontal planes. Numerical values for deviations from initial position were used in the analysis of the HNR test. Mixed model analysis was used to compare the groups. Statistical significance level p<0.05 was used.
Results: No significant main effects were found between the groups (regardless of difficulty level) on the Butterfly test. Significant interactions for difficulty level and group were found for AA, TOT, US, and OS, reflecting differences between groups in how difficulty level affected their performance. A significant main effect was found for direction of movement on the HNR test, with greater error for extension compared to flexion (p<0.001) and a greater error after turning the head to the right than to the left (p<0.001). There was a significant difference between groups for performance in the sagittal plane (main effect; p=0.004) but not in the transverse plane (p=0.985) and no interactions were found.
Conclusion: The results indicate that proprioception of the neck is impaired following a concussion and should be considered while assessing and rehabilitating individuals following a concussion. The Butterfly test and HNR can be useful in the diagnosis of impairments in this group and give clues about what kind of training is needed to improve proprioception of the neck and guide the progression of training.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Heilahristingur hjá íþróttakonum Áhrif hans á hreyfistjórn í hálsi .pdf | 1.6 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_skemman.pdf | 4.2 MB | Lokaður | Yfirlýsing |