is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45496

Titill: 
  • Gerð kennslumyndskeiða í stafrænu námi : greinargerð með námsefni
  • Titill er á ensku Creating instructional videos for e-learning : an exposition for an e-learning course
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þetta meistaraverkefni samanstendur af stafrænu námskeiði og greinargerð um gerð kennslumyndskeiða fyrir vinnustaði. Fyrir stóra vinnustaði sem hafa jafnvel starfsstöðvar víða um landið eða heiminn, er stafræn fræðsla sem inniheldur kennslumyndskeið mjög hentug leið til fræðslu því hún er aðgengileg hvar og hvenær sem er.
    Í þessari tilviksrannsókn er tilvikið stafrænt námskeið við gerð kennslumyndskeiða rannsakað. Leitað var gagna í alþjóðlegum gagnasöfnum, sem birta sannreyndar rannsóknir, að svörum við rannsóknarspurningunni: Hvað skiptir máli við gerð kennslumyndskeiða fyrir nám á vinnustað, fyrir fjölbreyttan nemendahóp? Hvað getur vitsmunasálfræðin lagt af mörkum til að teknar verði upplýstar ákvarðanir um gerð kennslumyndskeiða sem auka skilning og viðhalda áhugahvöt nemenda? Út frá þeim niðurstöðum var námsefnið útbúið. Þessi greinargerð fjallar um lærdóm minn af rannsókninni og hönnun námskeiðsins.
    Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að þegar kennslumyndskeið eru útbúin ætti að styðjast við margmiðlunarreglur sem unnar eru út frá hugrænu kenningunni um margmiðlunarnám (e. Cognitive Theory of Multimedia Learning, CTML). Þær eiga rætur að rekja til vitsmunasálfræðinnar. Þessar reglur lýsa aðferðum sem hægt er að nota við gerð kennslumyndskeiða til að draga úr óviðkomandi úrvinnslu, stjórna nauðsynlegri vinnslu og auka skapandi úrvinnslu nemenda. Þessar aðferðir auka yfirfærslu og skilning nemenda. Þar að auki geta kennslumyndskeið náð til fjölbreyttari hóps nemenda ef við útrýmum hindrunum í námi með því að styðjast við þrjár meginreglur fengnar úr hugmyndafræði um Altæka hönnun náms (AHN) með því að: veita fjölbreyttar leiðir til náms, veita fjölbreyttar leiðir til athafna og tjáningar og veita fjölbreyttar leiðir til virkjunar á áhugahvöt.
    Greinargerðin getur nýst fyrirtækjum og öðrum stofnunum til að taka upplýstar ákvarðanir um gerð kennslumyndskeiða sem mætir þörfum flestra nemenda og eykur áhuga og skilning þeirra. Námsefnið getur stutt við kennara og aðra hönnuði námsefnis til að útbúa kennslumyndskeið sem eru aðgengileg, skýr og skilvirk, og hjálpa um leið nemendum að ná árangri í námi sínu.

  • Útdráttur er á ensku

    This master´s project consists of an e-learning course and an exposition on creating instructional videos for workplace education. For large workplaces, that even have locations around the country or the world, e-learning with instructional videos is a very convenient way to deliver training content, because it is accessible wherever and whenever.
    In this case study, an e-learning course on creating instructional videos is examined. Data were sought from international databases which publish verified researches in response to the research question: What matters in creating instructional videos for workplace education, for a diverse student population? How can cognitive psychology inform decisions about instructional video creation which increase understanding and maintain students engagement? Based on these findings, the course content was developed. This exposition discusses my learnings through desk-research and the act of designing the course.
    The results of the study indicate that when creating instructional videos, multimedia principles derived from the cognitive theory of multimedia learning (CTML) should be followed. They are rooted in cognitive psychology. These rules describe methods that can be used in the creation of instructional videos to reduce extraneous processing, manage essential processing, and foster students generative processing. These methods increase students' transfer and understanding.
    Moreover, instructional videos can reach a more diverse population of learners if we eliminate obstacles to learning by relying on three main principles derived from the Universal Design for Learning approach: provide multiple means of engagement, provide multiple means of representation and provide multiple means of action and expression.
    The exposition can be used by companies and other organizations to make informed decisions about creating instructional videos that meet the needs of most students and increase their engagement and understanding. The e-learning course can support teachers and other instructional designers to create instructional videos that are accessible, clear, and effective, while helping students achieve success in their learning endeavors.

Samþykkt: 
  • 5.7.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45496


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Transcript_afrit_texta_ur_handriti_namskeids.pdf1.04 MBLokaður til...31.05.2033FylgiskjölPDF
upptaka_yfirlit_yfir_allar_sidur_namskeids_a_vef.mp440.59 MBLokaður til...31.05.2033FylgiskjölMPEG Video
maí_2023_meistaraverkefni_ingibjorg_emilsdottir.pdf1.07 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing_Ingibjorg_emils.pdf95.37 kBLokaðurYfirlýsingPDF