en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/45497

Title: 
  • Title is in Icelandic Áhrif seiglu á geðheilsu : tengsl seiglu við geðheilsu starfsfólks
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Mikið reyndi á starfsfólk þegar heimsfaraldurinn Covid-19 gekk yfir og fyrir marga var þetta sennilega eitt erfiðasta verkefnið sem það hafði tekist á við á vinnustað sínum. Sem á leið var þó í vaxandi mæli farið að tala um seiglu sem eina mikilvægustu leiðina fyrir starfsfólk til að takast á við vandann og komast í gegnum hann. Í verkefninu er sjónum beint að tengslum geðheilbrigðis og seiglu starfsfólks. Rannsóknarspurningin er: Hvað er seigla og hvernig getur hún stuðlað að bættri geðheilsu? Um er að ræða fræðilega heimildaritgerð sem að langmestu leyti er byggð á erlendum ritrýndum rannsóknum enda er skortur á slíkum rannsóknum hérlendis á þessu efni. Gagnasöfnun átti sér stað í gagnagrunnum á borð við ProQuest og PubMed. Samkvæmt niðurstöður rannsókna benda til að mikilvægi seiglu hafi aukist enn frekar. Seigla er hluti af geðheilbrigði einstaklinga. Því verður geðheilsu gerð sérstök skil í ritgerðinni. Fram kemur í verkefninu að ágreiningur er meðal fræðimanna hvernig beri að skilgreina seiglu og útfæra hana fræðilega. Í þessu verkefni var kenningin um varðveislu úrræða í tengslum við seiglu kynnt og fjallað um úrræði sem sýnt hefur verið fram á með gagnreyndum hætti að nýtast einstaklingum til að takast á við erfiðleika. Mörg inngrip hafa verið þróuð innan seiglufræða þar sem meginmarkmiðið er að efla geðheilsu. Gagnsemi gagnreyndra inngripa sem byggja á seiglu fyrir geðheilsu starfsmanna hefur verið dregið í efa og ljóst er að frekari þróun og rannsókna er þörf.

Accepted: 
  • Jul 5, 2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45497


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
8 mai LokaRitgerðSkilad (2).pdf259.63 kBOpenComplete TextPDFView/Open
Loka yfirlysing Skemmanxx.pdf92.01 kBLockedDeclaration of AccessPDF