is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45498

Titill: 
  • Reynsla lágtekjumæðra af pólskum uppruna af foreldrastarfi í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu : stétt, félags- og þverþjóðlegur auður
  • Titill er á ensku Experience of mothers of Polish origin from low-income households of parental duties in Icelandic compulsory education in the capital area : social class, social and migrant capital
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Innflytjendur af pólskum uppruna eru stærsti hópur innflytjendaforelda en þrátt fyrir það hefur lítið sem ekkert verið fjallað um stöðu þeirra innan íslenska skólakerfisins. Hér verður skoðað hvernig reynsla pólskra lágtekjumæðra er af íslensku skólastarfi og hvernig stéttarstaða, náms- og félagsleg staða barnsins og þverþjóðlegur auður (e. migrant capital) mæðranna hefur áhrif á þátttöku þeirra og sýn á íslenska skólakerfið. Niðurstöðurnar eru skoðaðar í ljósi erlendra rannsókna á afdrifum pólskra innflytjenda í menntakerfum Norður-Evrópu. Rannsóknin er byggð á sex eigindlegum djúpviðtölum og stöðluðum spurningalista þar sem m.a. var skoðað hvernig konurnar skilgreina sig í stétt, hvernig þær skilgreina stöðu sína í íslensku samfélagi og hversu mikið val þær höfðu um búsetu og skóla fyrir börnin. Þátttakendur voru valdir út frá tekjuviðmiðum og menntununarskilyrðum. Viðmælendur skilgreindu sig sem lægri stétt eða lægri millistétt með einni undantekningu. Virkni þeirra í skólastarfinu einskorðast við foreldraviðtöl og sérstaka viðburði skólans, engin þeirra er í foreldrafélaginu. Þegar um er að ræða sérþarfir barnsins er virkni og frumkvæði að samskiptum við skólann meiri. Val á skóla tengist búsetu eða sérþörfum barnsins. Svipaða niðurstöðu er að finna í rannsóknum frá Bretlandi og Noregi. Mæðurnar eru jákvæðar í garð einkarekinna skóla en benda á ójafnræði í aðgengi. Þverþjóðlegur auður móðurinnar hefur jákvæð áhrif á viðhorf til skólans, virkni og þátttöku foreldra og stöðu barnsins. Hann lýsir sér með mikilli virðingu til menntunar, áherslu á nám og aga og stuðningi við tvítyngi þrátt fyrir litla eða enga getu eða möguleika til að aðstoða barnið sjálfar sökum lágs menntunarstigs eða vankunnáttu á tungumálinu. Félagsauður barnsins í skóla og frístundum hefur jákvæð áhrif á á skólasamfélagið. Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða betur hvernig hægt er að gera skólastarf, foreldrasamstarf, skipulag og samskipti innan skólakerfisins hérlendis sem aðgengilegast fyrir alla hópa.

  • Útdráttur er á ensku

    Immigrants of Polish origin are the largest group of immigrant parents in Iceland. Despite that very little research has been conducted on their position in the Icelandic school system. This paper will show the experience of Polish mothers from low-income households of parental duties in Icelandic compulsory education; how class, educational and social position of the child and migrant capital of the mother shape their participation and view on the Icelandic school system. The findings are compared with research on parental practices of Polish immigrants in the school systems of other Northern European countries. The research is based on six qualitative in-depth interviews with the mothers and a standardized questionnaire where they are asked to define their class belonging, how they view their position in the Icelandic society and how much choice they have in terms of place of residence and making a decision about the school for their child. The participants were chosen based on household income and lack of university degree. The interviewees define themselves as low class or lower middle class with one exception. Their participation in school life is limited to parent-teacher conferences and special school events, none of the interviewed mothers is active in the Parent Commitee. In case of children with special needs the participation and communication with the school is more frequent. The school choice is connected with place of residence or special needs of the child. Research from Britain and Norway shows similar findings. The mothers have a positive view on private schools. However they point out the inequality of opportunity to access these schools. The migrant capital of the mother impacts her attitude towards the school, parental activity and participation and has positive influence on the child. It is visible through respect for the school, focus on education and discipline and support for bilingualism even though the mothers are not capable of helping their children themselves due to their own limited education or language barrier. The social capital of the child has positive influence on the mother and connects her better with the school and school community. The research is intended to make school life, parental cooperation, organisation and communication in the school system more accessible to all groups in the Icelandic society.

Samþykkt: 
  • 5.7.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45498


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Reynsla lágtekjumæðra af pólskum uppruna Joanna Ewa Dominiczak .pdf584.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing_Joanna undirrituð.pdf252.43 kBLokaðurYfirlýsingPDF