is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45501

Titill: 
  • „Að þjálfa þjálfann“ : hvernig færist þekking og færni á milli starfsfólks?
  • Titill er á ensku "Train the trainer" : how does knowledge and skills transfer within a pyramidal training model?
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á hagnýtingu þess að nota atferlismiðaða píramída færniþjálfun til að kenna starfsfólki færnimiðuð boðskipti. Rannsóknin er framhald af meistaraverkefni Báru Dennýjar Ívarsdóttur frá árinu 2022. Leitast var eftir því að svara þremur spurningum, það er hvort munur sé á nákvæmni í framkvæmd þjálfunar á milli þrepa í píramídanum, hvort þjálfuð færni viðhaldist á milli þátttakenda í færniþjálfun, og hvort þátttakendur geti notað færnina í raunaðstæðum með barni að þjálfun lokinni. Þátttakendur í rannsókninni voru sex starfsmenn og starfsnemar í sérskóla, ásamt einu barni sem var nemandi skólans og var í færnimiðaðri boðskiptaþjálfun. Þátttakendum var kennd færnimiðuð boðskipti eftir vinnulagi atferlismiðaðrar píramída færniþjálfunar. Rannsóknarsniðið var margfalt grunnskeiðssnið yfir þátttakendur með stikkprufum og hófust grunnskeiðsmælingar hjá öllum þátttakendum á sama tíma. Þjálfun næsta þátttakanda hófst ekki fyrr en þátttakandinn á undan hafði lokið þjálfun. Rannsakandi byrjaði á því að kenna tveimur þátttakendum færnimiðaða boðskiptaþjálfum sem þeir kenndu svo áfram öðrum þátttakendum. Niðurstöður rannsóknar gefur vísbendingar um að píramída færniþjálfun getur verið áhrifarík leið til að þjálfa starfsfólk svo þeir geti þjálfað upp samstarfsfélaga. Nákvæmni í framkvæmd þjálfunar var að meðaltali 93% yfir alla þátttakendur. Frammistaða allra þátttakenda í framkvæmd boðskiptaþjálfunar var að meðaltali 98% rétt. Athugun á færni þátttakenda í raunaðstæðum með nemanda var að meðaltali 96% rétt framkvæmd. Atferlismiðuð píramída færniþjálfun getur verið hagkvæm leið við þjálfun starfsfólks með sannreyndum kennsluaðferðum í umhverfi þar sem nauðsynlegt er að dreifa ábyrgð og auka skilvirkni við þjálfun nýs starfsfólks.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this study was to highlight the utility of using pyramidal behavioral skills training to teach staff skill-based functional communication. The research is a continuation of Bára Denný Ívarsdóttir's master's project from 2022. The aim was to answer three questions, that is, whether there will be accuracy in the implementation of training between tiers in the pyramid, whether trained skills are maintained between participants in training, and whether participants can use the skills with a child at the end of the training. The participants in the study were six employees and interns in a special school and also one student of the school who was in functional communication training. Participants were taught functional communication training with the pyramidal behavioral skills training methodology. A multiple baseline probe design across participants was used. Baseline measurements began for all participants at the same time. Training of the next participant did not begin until the previous participant in the training sequence had completed training. The researcher started by teaching two participants skill-based functional communication skills, which they then taught to other participants. Accuracy in behavioral skills training averaged 93% across all participants. The performance of all participants in the execution of the functional communication training was on average 98% correct. Observation of the participants' skills in real-life situations with a student was on average 96% correct. These results suggest that Pyramidal behavioral skills training is a cost-effective way of training staff with evidence-based teaching methods in an environment where responsibility needs to be distributed and efficiency increased when training new staff.

Samþykkt: 
  • 5.7.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45501


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AzraCrnac_Meistaraverkefni.pdf4,29 MBLokaður til...03.05.2028HeildartextiPDF
Yfirlysing.pdf753,21 kBLokaðurYfirlýsingPDF