is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45503

Titill: 
  • Stafræn fræðsla í fyrirtækjum : myndskeið sem hluti af fræðsluefni
  • Titill er á ensku Designing effective e-learning for employees : using video content as a training tool
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Grunnur að stafrænu námsefni og greinargerð eru hér lögð fram sem lokaverkefni til M.Ed. prófs. Námsefnið er sett upp sem stafrænt námskeið þar sem farið er yfir hönnun og uppsetningu á kennslumyndskeiðum og er ætlað fyrir starfsfólk fræðsludeilda fyrirtækja, skóla eða stofnanna. Rannsóknarspurningin var: „Hvernig finnst fullorðnu starfsfólki gagnlegt að nýta myndskeið þegar það bætir við sig þekkingu, eykur leikni eða vinnur með viðhorf, sem nýtast í starfi?“. Til að svara spurningunni var tilviksrannsókn notuð til að skoða hvað við vitum um fullorðið fólk sem lærir í vinnunni og hvaða aðferðir eru gagnlegar og líklegar til árangurs. Greinargerðin fjallar um niðurstöður viðhorfskönnunar á meðal starfsfólks Isavia ohf., sem var hluti þarfagreiningar og gerir grein fyrir rannsóknum og kenningum varðandi nýtingu kennslumyndskeiða, fræðslu fullorðinna og hugsmíðahyggju. Að endingu er því lýst hvernig niðurstöðurnar eru nýttar við hönnunarferli og uppsetningu námskeiðs um kennslumyndskeið. Námsefnið er sett upp út frá kenningum og rannsóknum um hugsmíðahyggju, altæka hönnun náms, vitsmunasálfræði, framsetningu stafræns námsefnis og kenningum um fullorðna námsmenn. Rannsóknir og kenningar sem fjallað er um sýna að myndskeið geti stutt verulega við nám og aukið áhuga og árangur fullorðinna í námi. Hafa þarf sérstaklega í huga að fullorðnir námsmenn þurfa að sjá tilgang með námi sínu, þeir vilja ráða ferðinni þegar þeir læra, tengja þarf námsefni við fyrri reynslu og nýta félagslega möguleika til ígrundunar. Tenging við hagnýt verkefni skilar árangri og altæk hönnun náms skilar betri heildar árangri. Hnitmiðuð myndskeið með persónulegum blæ, sem sýna raunverulegar aðstæður eru líklegri til að nýtast nemendum vel. Myndskeið auka helgun gagnvart námi og bæta námsárangur eða skila í versta falli jafn góðum árangri og aðrar kennsluaðferðir.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis presents a digital course on designing and creating effective educational videos as a final project for the M.Ed. degree. The course is intended for educators in businesses, schools, or institutions. The research question was: "How do adult learners find it beneficial to use videos when increasing knowledge, improving skills, or working with attitudes that are useful in their job?" A case study was used to answer the question by examining what is known about adult learning in the workplace and what methods are effective and likely to succeed. The paper discusses the results of an attitude survey among the employees of Isavia Ltd., which was part of a needs analysis, and presents research and theories on the use of educational videos, adult education, and constructivist thinking. Finally, the paper describes how the results are used in designing and creating the course. The course is based on constructivist thinking, universal design for learning, cognitive psychology, digital course design, and theories of adult learning. The research and theories discussed show that videos can significantly aid learning and increase interest and performance in adult learners. It is essential to remember that adult learners need to see the purpose of their learning, be able to guide their learning process, connect the content to their prior experience and use social opportunities for reflection. Connect with practical projects for better results and use universal design for a better learning outcome. Personalized videos that show real-life situations are more likely to benefit learners. Videos increase commitment to learning and improve learning outcomes or at worst yield similar results to other teaching methods.

Samþykkt: 
  • 5.7.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45503


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elín_Yngvadóttir_meistaraverkefni_maí_2023.pdf2.25 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Transcript_afrit_texta_ur_handriti_namskeids.pdf1.04 MBLokaður til...23.05.2033FylgiskjölPDF
Elín_Yngvadóttir_skemman_yfirlysing_.pdf294.04 kBLokaðurYfirlýsingPDF
upptaka_yfirlit_yfir_allar_sidur_namskeids_a_vef.mp440.59 MBLokaður til...23.05.2033FylgiskjölMPEG Video