Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45504
Leikskólastarf sem veitir börnum gæða menntun getur haft langvarandi jákvæð áhrif á nám og þroska allra barna og hefur inngilding (e. inclusion) orðið mikilvægari í takti við sífellt fjölbreyttari barnahópa. Innleiðing og framkvæmd skóla án aðgreiningar (e. inclusive education) hefur þó verið erfiðleikum háð. Í því samhengi hafa stjórnvöld tekið mikilvæg framfaraskref, má þar nefna farsældarlögin svokölluðu og nýja menntastefnu til 2030. Ábyrgð á framfylgd menntastefnu hvílir þó áfram að miklu leyti á herðum starfsfólks skóla. Markmið rannsóknarinnar var að leita vísbendinga um hvernig hægt væri að styðja starfsfólk leikskóla við framkvæmd skóla án aðgreiningar og var rannsóknarspurningin: Hvaða þættir í fari starfsfólks leikskóla, starfsumhverfis þeirra og starfshátta tengjast trú á eigin getu til inngildingar? Félagsnámskenning Bandura nýttist sem kenningarammi með lykilhugtakið trú á eigin getu. Fyrirliggjandi gögn úr starfsmannakönnun leikskóla á vegum Skólapúlsins árin 2020 og 2021 voru greind með marglaga líkani (e. multilevel model). Þátttakendur voru 1722 og náði úrtakið til rúmlega þriðjungs allra leikskóla á Íslandi. Niðurstöður gefa vísbendingar um að áherslubreytingar í starfsháttum leikskóla sem auka fullgildi barna séu lykilþáttur fyrir inngildandi starfshætti í skóla án aðgreiningar. Góð trú starfsfólks á eigin getu til að mæta krefjandi hegðun barna skipti töluverðu máli í starfsumhverfi þeirra leikskóla þar sem trú á eigin getu til inngildingar var almennt lág en skipti minna máli eftir því sem hún mældist hærri. Mikilvægi samstarfs og trúar á eigin getu til að mæta sérþörfum barna var einnig undirstrikað. Fagmenntun og starfsreynsla sýndu veik, neikvæð áhrif og eru þær niðurstöður ræddar með tilliti til erfiðleika við innleiðingu skóla án aðgreiningar sem háð hafa starfsfólki. Niðurstöður rannsóknarinnar veita bæði innlegg í stefnumótun stjórnvalda og gagnast einnig skólastjórnendum til að efla starfsfólk sitt við framfylgd skóla án aðgreiningar. Verður í því samhengi bent á vænlegar breytingar er varðar starfshætti, leikskólakennaranám, símenntun og starfsþróun.
Efnisorð: skóli án aðgreiningar, inngilding, fullgildi, leikskóli, starfsfólk, trú á eigin getu
Early childhood education that provides children with quality education can have a positive, long-term effect on their development. Inclusion has become more important in line with increasingly diverse groups of children. However, implementation of inclusive education has been subject to difficulties. In that context, the government has taken important steps forward, implementing new legislations and education policy. Responsibility for the implementation of education policy, however, still relies heavily on school staff. Therefore, the aim of this research was to look for ways to support kindergarten staff in the implementation of inclusive schools. Bandura‘s social cognitive theory provided a theoretical frame for the research with self-efficacy as a key concept. Available data from kindergarten staff surveys conducted by Skólapúlsinn in 2020 and 2021 was analysed using a multilevel model. Participants were 1722 and the sample covered a third of all kindergartens in Iceland. Results provide evidence that a key factor in the successful implementation of inclusive schools is a change in school practice that increases children's belonging (β = .42). Staff’s self-efficacy to manage children’s challenging behaviours (β = .22) was of considerable importance in work environments of those kindergartens where staff's self-efficacy for inclusion was generally low but became of less importance (r = -.80) where staff's self-efficacy for inclusion was measured to be higher. The importance of staff cooperation (β = .06) and self-efficacy regarding children with special needs (β = .11) were also highlighted. Furthermore, results showed a weak, negative effect for staff education (d = -.20) and work experience (d = -.18) which is discussed in terms of difficulties with implementing inclusive practices. The results of the study provide input into government policy changes and benefit school administrators to support their staff in the implementation of inclusive education. In that context, promising changes will be pointed out in terms of working practices, teacher training and professional development.
Keywords: belonging, early childhood education, inclusive education, teacher, self-efficacy
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
GuðrúnJónaÞrastardóttir_Farsælt leikskólastarf án aðgreiningar.pdf | 1.37 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
skemman_yfirlysing_GJÞ.pdf | 185.63 kB | Lokaður | Yfirlýsing |