Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45506
Íslenskar og erlendar rannsóknir hafa sýnt að útivera leikskólabarna hefur jákvæð áhrif á vellíðan þeirra og bæði líkamlegan og andlegan þroska þeirra. Einnig hafa rannsóknir sýnt að útivera og útinám ungra barna getur ýtt undir jákvætt viðhorf til náttúrunnar og jafnvel styrkt börn í því að mynda tengsl við ákveðna staði eða svæði í náttúrunni. Fræðilegur grunnur rannsóknarinnar felst í kenningum um nám og mikilvægi leiks barna í leikskólastarfinu. Markmið rannsóknarinnar sem hér er kynnt var að skoða reynslu og viðhorf kennara og barna til útiveru og útináms í leikskólastarfi. Í rannsókninni var stuðst við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem gagna var aflað með opnum, hálfstöðluðum einstaklingsviðtölum við fjóra kennara og átta börn í tveimur leikskólum, sex einstaklinga á hvorum leikskóla. Þemagreining var notuð til að greina gögnin.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að viðhorf þátttakenda til útiveru og útináms eru jákvæð og góð. Útivera skiptir máli í daglegu starfi leikskólanna og reynt er að koma henni við alla daga. Kennarar skipta börnin máli rétt eins og börnin skipta kennarana máli og börnin vilja meiri samveru og jafnvel meiri leik milli barna og kennara í útiveruinni. Börnin elska frelsið og leikinn í útiverunni og það að geta virkjað hreyfiorku sína utandyra. Leikskólalóðin er þeirra staður því þar má alltaf finna spennandi viðfangsefni og mismunandi leikir eru sýnilegir hjá börnunum. Í ljós kom að börnin eiga sína leynistaði á leikskólalóðinni sem þau eru ánægð með. Áhættuleikur barna í útiveru á leikskólum er algengur en getur sett kennara í krefjandi aðstæður þótt börnin upplifi spennu og djörfung sem er þeim mikilvæg. Það er munur á útiveru og útinámi að mati þátttakenda sem til dæmis getur legið í markmiðum og meira frelsi í útiveru og meira skipulagi í útinámi. Í útinámi gefst börnunum mikilvægt tækifæri til að heimsækja stofnanir og fjölbreytta staði. Samkvæmt þátttakendum er hægt að gera allt í útiveru og hægt er að vinna með alla grunnþætti menntunar og það jafnvel á fjölbreyttari hátt en innandyra.
Icelandic and international studies have shown that preschool children's outdoor activities have a positive effect on their well-being, both in their physical and mental development. Research has also shown that outdoor activities and outdoor learning for young children can promote a positive attitude towards nature and even support children´s connections with certain places or areas in nature. Theories about children's learning and theories about the importance of children´s play in the preschool´s curriculum are the theoretical background of the study. The research’s aim is to investigate teachers and student´s perspective of outdoor activities and outdoor learning at in preschools curricula. Qualitative method was used in the study and data was collected through open semi-structured individual interviews with four teachers and eight children in two preschools six individuals at each preschool.
The main findings of the study are that the participants' attitudes towards outdoor activities and outdoor learning are positive and good. Outdoor activities are important in the day-to-day scheme of the two preschools. Thus, efforts are made to incorporate them every day. Teachers matter to the children just as the children matter to the teachers´ and the children want the teachers to be more together and play more when they are outdoors. The children love the freedom and playing outdoors since they can use their extra energy. The preschool outdoor area is their place because there they always can find interesting things to do and children´s different play type can be seen. Also do the children have their own secret places at the schoolground which they are happy about. Children´s risky play outdoors in preschools is common, but can put teachers in challenging situations, even though children experience excitement and daring which is important to them. According to the participants, the difference between outdoor activities and outdoor learning depends on the goals and circumstances. In outdoor learning the children get an important opportunity to visit institutions and diverse places. They say that everything can be done outdoors, and all the fundamental pillars of education can be applied, and even, in a more diverse way than indoors.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
M.Ed.HelgaDöggKristjönudóttir Skemman.pdf | 820.9 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlysing_HDK.jpg | 761.65 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |