is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45508

Titill: 
  • Fyrstu árin í kennslu í skugga heimsfaraldurs : reynslusögur byrjenda í stærðfræðikennslu
  • Titill er á ensku First years of teaching in the shadow of a pandemic : experiences of beginners in mathematics teaching
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í mars 2020 var fyrst farið að grípa til aðgerða vegna útbreiðslu á COVID veiru á Íslandi. Ekki leið á löngu þar til takmarkanir höfðu áhrif á skólastarf. Nemendur og starfsfólk á öllum skólastigum þurfti að bregðast hratt við og reyna að aðlaga nám og kennslu að gildandi reglum. Skólastarf litaðist af takmörkunum og afléttingum eftir því hvernig útbreiðslan þróaðist allt fram á vorið 2022 þegar öllum takmörkunum var aflétt. Kennsla á tímum COVID einkenndist af sveigjanleika, lausnaleit og forgangsröðun. Þá þurftu margir kennarar að bregða út af vananum og fara nýjar leiðir í stærðfræðikennslu. Margir kennarar sem hófu starfsferil sinn 2019 eða seinna höfðu ekki kennt heilan vetur án takmarkana árið 2022. Í þessu verkefni eru sagðar sögur stærðfræðikennara sem hófu starfsferil sinn í launuðu starfsnámi á tímum heimsfaraldurs og sýn þeirra á kennaranám og -starf. Áhrif COVID heimsfaraldursins litar upphaf starfsferils þeirra. Jafnframt hafa margar breytingar átt sér stað á kennaranámi með það að markmiði að styðja betur við nýja kennara. Þátttakendur rannsóknarinnar nutu góðs af þeim aðgerðum. Rannsóknin er narratíf rannsókn með fjórum þátttakendum, sem allir kenna stærðfræði í grunnskóla og er rannsakandi einn þeirra. Til að setja sig í spor þátttakenda fór rannsakandi á vettvang, skoðaði skólaumhverfið, fylgdist með kennslustund og tók viðtal við alla þátttakendur, þar á meðal sjálfsviðtal út frá viðtalsramma. Gögnin voru greind í þrjú þemu: upplifun af kennaranámi, stærðfræðikennslu og reynslu af því að starfa á tímum COVID heimsfaraldurs. Saga hvers þátttakanda er einstök en samt mátti heyra ákveðinn samhljóm í þeim. Kennararnir eru ánægðir með þann undirbúning sem þeir fengu í háskólanum og þrátt fyrir ákveðinn COVID leiða þá ríkti hjá þeim mikill metnaður og eldmóður gagnvart kennarastarfinu og eftirvænting um bjartari tíma og meira frelsi.

  • Útdráttur er á ensku

    In March 2022, regulations were imposed to address the spread of the COVID virus in Iceland. These regulations impacted schoolwork all over the country. Consequently, teachers and students at all levels had to react quickly and work hard to adjust their instructional methods to the emerging COVID regulations. Teaching in the COVID era was characterised by being flexible, solution-oriented, and prioritisation of assignments. Many teachers were, thus, forced to break out of their routines and adopt new methods for teaching mathematics. Some of those teachers had not completed a full semester of instruction without COVID-constraints because they had begun their careers in 2019 or later. This research seeks to hear the stories and experiences of mathematics teachers who started their careers after 2019, as well as their perspectives on teacher education and practice. Furthermore, the purpose of this study is to gain an understanding of how COVID-affected participants' early careers and how they benefited from the improvements made to support new teachers' education at the time. The research is a narrative study with four participants, who all teach mathematics in elementary schools and the researcher was one of them. To further understand the participants, the researcher visited the field, observed the school environment, observed a lesson, interviewed all the participants, and conducted a self-interview. The data is divided into three themes: perspectives on teacher education, perspectives on mathematics education, and work experience during the COVID pandemic. Each participant's story was unique, however there was a certain consensus among them. Despite the constraints, teachers were pleased with the preparation they received. There was a general sense of ambition and enthusiasm for the teaching profession, as well as hopes for brighter times and greater freedom.

Samþykkt: 
  • 5.7.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45508


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jóna Þórdís Eggertsdóttir.pdf700.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing_ Jóna Þórdís.pdf418.09 kBLokaðurYfirlýsingPDF