is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45509

Titill: 
 • Textíll í mynd : kennslumyndbönd og greinargerð
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Textíll í mynd er safn tólf kennslumyndbanda sem voru samin og framleidd vorið 2022 og fóru í loftið í júlí sama ár. Myndböndin skiptast í tvennt. Þrjú inngangsmyndbönd eru lengri og innihalda umfjöllun um sögu og hefð hvers af hinum þremur meginsviðum textílmenntar, þ.e. vefnaður, prjón og þrykk. Níu verkefnamyndbönd eru styttri og lýsa stökum verkefnum sem nemendum er ætlað að vinna, þ.e. þrjú verkefni af hverju sviði. Öll myndböndin eru á íslensku og ætluð grunnskólanemum. Í inngangsmyndböndunum þremur er veitt yfirlit yfir afmarkað svið, fjallað vítt og breitt um hverja grein og sögulegar staðreyndir raktar í bland við umfjöllun um stöðu og hlutverk greinarinnar í samtímanum. Í verkefnamyndböndunum níu er sjónarhornið þrengra og þar eru veittar leiðbeiningar um eitt textílverkefni í hverju myndbandi. Meginhluti hvers verkefnamyndbands er nærmyndir af höndum að vinna verkefni og með myndinni fylgja talaðar leiðbeiningar til útskýringar. Tilgátan sem býr að baki verkefninu Textíll í mynd er að myndræn framsetning textílkennslu í formi myndbanda með sögumanni verði markvissari og ánægjulegri fyrir nemendur þegar þeir gera sér ljóst að þær aðferðir sem verið er að kenna í textíl séu hluti af langri og ríkulegri hefð og mikilvægur hluti af daglegu lífi fólks öldum saman.

 • Útdráttur er á ensku

  On-screen Textile is a collection of twelve educational videos, written and produced during spring 2022 and aired in July of the same year. The videos are divided into two parts. Three introductory videos are longer and contain a discussion of the history and tradition of each of the three main areas of textile education, i.e. weaving, knitting and printing. Nine project videos are shorter and describe individual projects that students are invited to work on, i.e. three projects from each field. All videos are in Icelandic and are intended for elementary
  school students. The three introductory videos provide an overview of a particular field of textile design, with a comprehensive discussion of each technique and thoughts on its present role and status. The nine project videos offer a more narrow focus, presenting directions on a single textile project in each video. Generally, the project videos are
  composed of close-up shots of hands working on a particular piece of textile with voice-over directions. The main premise behind On-screen Textile is that teaching textile design in a pictorial way, using videos with a narrator, becomes more effective and more engaging for students when the message is driven home that the methods taught in the classroom are consistent with a long and rich tradition, chiming in with techniques and processes that have been an important part of people's daily lives for centuries.

Samþykkt: 
 • 5.7.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/45509


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.ed 16.9.22.pdf826.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing_jaj.jpg454.94 kBLokaðurYfirlýsingJPG