is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45510

Titill: 
  • Ég er “sérstaklega spenntur fyrir því að fá góðar einkunnir í hvatningabókina.” : áhrif virknimats og stuðningsáætlana á truflandi hegðun og námsástundun grunnskólanemenda með langvarandi hegðunarerfiðleika : fræðileg kápa
  • Titill er á ensku The effects of functional behavioral assessment and behavioral support plans on disruptive and on-task behavior of primary school students
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Óæskileg hegðun gerist í félagslegu samhengi og meðal áhrifaþátta eru
    bakgrunnsáhrifavaldar, aðdragandi og afleiðingar. Sagt verður frá rannsókn þar sem
    virknimat var valið til að greina áhrifaþætti á truflandi hegðun og vanvirkni hjá 3
    grunnskólanemendum og stuðningsáætlanir framkvæmdar til að bæta hegðun og
    námsástundun í kennslustundum. Þátttakendur voru 3 strákar í 2 skólum á
    höfuðborgarsvæðinu, 8 til 10 ára gamlir, í 3. til 5. bekk, með sögu um langvarandi
    hegðunarerfiðleika (að meðaltali í 4 ár og 1 mánuð). Einn þeirra hafði upplifað erfiðleika í
    fyrri skóla. Annar var með greiningu um röskun á einhverfurófi. Enn annar átti erfitt með að
    sýna sveigjanleika.
    Þrjú teymi háskólanema í námskeiðinu Hegðunar- og bekkjarstjórnun framkvæmdu
    virknimat og stuðningsáætlanir í samstarfi við þátttakendur, kennara þeirra og foreldra
    ásamt deildarstjóra sérkennslu, undir handleiðslu umsjónarkennara námskeiðsins og
    leiðbeinenda í starfsþjálfun nema í hagnýtri atferlisgreiningu. Virknimat fól í sér óbeinar
    aðferðir (mat á bakgrunnsupplýsingum og viðtöl) og beinar athuganir (t.d. á aðdraganda,
    hegðun og afleiðingum markhegðunar). Einstaklingsmiðaðar stuðningsáætlanir voru útbúnar
    og framkvæmdar í samræmi við niðurstöður virknimats. Mat var lagt á áhrif
    stuðningsáætlana með einliðasniði, margföldu grunnskeiðssniði milli þátttakenda.
    Helstu niðurstöður voru minni truflandi hegðun og aukin námsástundun eftir inngrip.
    Tilvik truflandi hegðunar Kára fóru að meðaltali úr 42 í 5 á 20 mínútna athugunartímabilum,
    Hannesar úr 58 í 12 og Ólafs úr 13 í 0 eftir framvæmd stuðningsáætlana. Kári lagði að
    meðaltali 35,5% meira rækt við námið, Hannes 55,1% og Ólafur 33,6%. Að meðaltali fækkaði
    tilvikum truflandi hegðunar í heild um 85,3% og námsástundun jókst um 40,6%. Viðhorf
    þátttakenda voru jákvæð og bentu til að stuðningsáætlanirnar hefðu höfðað til
    nemendanna. Niðurstöður eru í samræmi við fyrri niðurstöður rannsókna erlendis og
    hérlendis sem benda til að einstaklingsmiðaðar stuðningsáætlanir byggðar á virknimati geti
    dregið úr langvarandi hegðunarvanda grunnskólanemenda og aukið námsástundun.
    Efnisorð: Virknimat, stuðningsáætlun, inngrip, truflandi hegðun, námsástundun og
    tifinninga – og hegðunarerfiðleikar.

  • Útdráttur er á ensku

    This article describes a study in which functional behavioral assessment was conducted to assess factors influencing disruptive behavior and lack of task engagement of primary school students. Behavioral support plans were implemented in order to improve their behavior and increase their on-task behavior in class. Participants were 3 boys, 8 to10 years old, in 3rd to 5th grade, in 2 schools in the capital area of Iceland. They had been showing persistent behavior difficulties on the avarage for 4 years and 1 month. One had experienced difficulties in his former school. Another had been diagnosed with an autism spectrum disorder. Yet another found it diffucult to show flexibility.
    Three groups of students in the University of Iceland carried out functional behavioral assessment (FBA) and behavioral support plans (BSP) in cooperation with primary school teachers, parents of participants (students), instructors responsible for employment training of the university students in applied behavior analysis, supervisors in special needs education in the participants‘ schools and the students. This was coordinated and instructed by Dr. Anna-Lind Pétursdóttir.
    The functional behavioral assessments included indirect functional behavioral assessment and descriptive functional behavioral assessment. Individualized behavioral support plans were designed and implemented in accordance with the results of the functional behavioral assessments. Effects of behavioral support plans with a single - case research design and a multiple baseline among participants were evaluated.
    The most notable results were on the avarage a decrease of 85,3% of incidents of disruptive behavior and an increase of 40,6% on the avarage of on-task behavior. These results are in accordance with results of previous researches in Iceland and other countries and show that FBAs and BSPs can be effective in reducing disruptive behavior and increasing
    on-task behavior. The opinions of the students about their BSPs indicated that the BSPs had appealed to the students.
    Keywords: Functional behavioral assessment, behavioral support plan, disruptive behavior,
    on-task behavior and emotional- and behavioral disorder.

Samþykkt: 
  • 5.7.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45510


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Grein-Lokaeintak 12.6.22-Katrin Maria E -M.ed.pdf418,24 kBLokaðurGreinPDF
Viðaukar fyrir M.ed. verkefni -lokaeintak-12.6.22-Katrín María E.pdf994,99 kBLokaðurViðaukiPDF
Lokaskil 29.6.2022-fræðileg kápa fyrir M.ed. Katrínar M.E.pdf744,77 kBLokaðurGreinargerðPDF
Yfirlýsing fyrir M.ed. verkefni Katrínar M. Elínborgard. - fyrir Skemmu- 29.6.22.pdf240,2 kBLokaðurYfirlýsingPDF