is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45512

Titill: 
 • Skipta forystuhættir stjórnenda máli í mótun hlutverks leiðsagnarkennara?
 • Titill er á ensku Do leadership styles of school administrators matter in shaping the role of mentor teachers?
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Árið 2019 fór í gang átak á vegum stjórnvalda til að fjölga starfandi kennurum með sérhæfingu í starfstengdri leiðsögn til að sporna við brottfalli kennara fyrstu þrjú árin í starfi. Sama ár var starfsheitið leiðsagnarkennari samþykkt og lögfest. Tilgangur rannsóknar var að varpa ljósi á upplifun leiðsagnarkennara í grunnskólastarfi með það að markmiði að draga fram reynslu þeirra af forystuháttum og tengslum stjórnenda við leiðsagnarhlutverkið. Þetta er eigindleg rannsókn sem byggir á einstaklingsviðtölum við fimm starfandi leiðsagnarkennara. Þrír af þeim voru deildarstjórar sem höfðu lokið sérhæfingu í starfstengdri leiðsögn og tveir þeirra voru umsjónarkennarar sem höfðu ekki farið í formlegt nám í starfstengdri leiðsögn. Niðurstöður rannsóknar benda til að stjórnunarhættir og forysta hafi áhrif á leiðsagnarhlutverkið. Vísbendingar eru um að stjórnendur þurfi að taka meiri þátt í að móta ramma utan um leiðsagnarhlutverkið í samvinnu við leiðsagnarkennara. Leiðsagnarkennarar sem eiga í nánu samstarfi við stjórnendur hafa skýrari sýn á hvert leiðsagnarhlutverk þeirra er og fá tækifæri til að ígrunda starfið með stjórnendum.
  Til að þróa hlutverk leiðsagnarkennara áfram er mikilvægt að stjórnendur úthluti leiðsagnarhlutverkum til þeirra sem eru með sérhæfingu í starfstengdri leiðsögn svo þeir hafi sterkari forsendur til að vera faglegir leiðtogar þeirra sem þeir sinna. Leiðsagnarkennarar þurfa til þess svigrúm, sveigjanleika og skilgreindan tíma í stundatöflu.

 • Útdráttur er á ensku

  In 2019, an effort was launched by the government to increase the number of working teachers with a specialization in mentoring and educational consultancy in order to prevent teacher turnover during the first three years of teaching. The same year a new profession of mentor teachers was approved and legalized. The purpose of this research was to shed light on the experiences of mentor teachers in primary schools with the objective to get the essence of their experience of leadership styles and the relationship between administators and the mentor role. This is a qualitative study based on individual interviews with five currently employed mentor teachers. Three of them were heads of departments within school who had completed specialization in mentoring and two of them were classroom teachers who had not completed specialization in mentoring. Research results indicate that management practices and leadership have an impact on the mentor role. There is evidence that administrators need to be more involved in shaping the framework around the mentor role in collaboration with mentor teachers. Mentor teachers who work closely with administrators have a clearer view of their mentor role and get opportunities to reflect on their work with the administrators.
  In order to further develop the role of mentor teachers it is important that administrators assign mentor roles to those who specialize in mentoring as they have stronger prerequisites to be professional leaders of those they mentor. Mentor teachers need scope, flexibility and defined time in their worktable for this role.

Samþykkt: 
 • 5.7.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/45512


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlysing_.pdf232.68 kBLokaðurYfirlýsingPDF
M.Ed. 2023 Skipta forystuhættir stjórnenda máli í mótun hlutverks leiðsagnarkennara_María Jóhanna Hrafnsdóttir.pdf792.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna