Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45513
Markmið rannsóknarinnar er að gera grein fyrir reynslu náttúrufræðikennara af því að koma til móts við nemendur með sérþarfir og að skoða hvers konar stuðning náttúrufræðikennarar óska eftir til að koma til móts við alla nemendur í náttúrufræðinámi þeirra.
Fræðilegur bakgrunnur rannsóknarinnar er hugmyndafræði skóla án aðgreiningar sem byggir á því að allir nemendur geti stundað nám á sínum forsendum. Einnig felst fræðilegur bakgrunnur í kenningum og rannsóknum sem styðja náttúrufræðinám þar sem lögð er áhersla á að skilja fyrirbæri náttúrufræðinnar.
Til að ná þessu markmiði var notast við eigindlega rannsókn sem byggði á hálfopnum viðtölum við níu náttúrufræðikennara á mið- og unglingastigi. Þeir voru valdir með því að óska eftir viðtölum á lokaðri Facebook síðu náttúrufræðikennara og með því að senda tölvupóst á náttúrufræðikennara sem rannsakandi þekkti. Tilgangur rannsóknarinnar er að auka skilning á því hvernig kennarar koma til móts við nemendur með sérþarfir í náttúrufræðikennslu í grunnskólum og hvaða stuðning þeir þurfa til þess.
Niðurstöður benda til þess að náttúrufræði sé vel til þess fallin að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda. Þegar náttúrufræðikennarar beita fjölbreyttum kennsluaðferðum og vinna með verklegar æfingar, upplýsingatækni og útikennslu tekst þeim iðulega að gera alla nemendur virka á jafningjagrunni. Kennarar notast við einstaklingsnámskrá, stjörnumerkta einkunn, fjölbreytt og aðlöguð verkefnaskil, fjölbreytt námsmat og áhugasvið nemenda til að koma til móts við nemendur með sérþarfir. Kennarar töldu sig þó þarfnast meiri stuðnings fyrir nemendur með sérþarfir, svo sem aðlagað námsefni, samstarf milli heimilis og skóla og innan skólanna og meira fjármagn, til að geta sinnt náttúrufræðinámi án aðgreiningar.
Kennarar eru stöðugt að þróa hugmyndir og leiðir til að koma til móts við ólíkar þarfir og getu nemenda í náttúrufræðikennslu, en náttúrufræði er stundum aukagrein fyrir nemendur með sérþarfir. Það ætti að horfa meira til styrkleika barna með sérþarfir en á greiningu þeirra og það sem þau geta ekki. Í náttúrufræðikennslu líkt og öðrum námsgreinum er tækifæri til að koma til móts við nemendur með sérþarfir og byggja kennsluna á styrkleikum þeirra og áhuga. Rannsókn þessi gefur skólasamfélaginu tækifæri til að læra af og þróa áfram það sem vel er gert í náttúrufræðikennslu og hvað mætti bæta.
The aim of the study was to examine the experience of natural science teachers at teaching pupils with special needs and to find what support they need to accommodate all pupils in their natural science classrooms.
The theoretical background of the study is the theory of an inclusive education, which is based on the proposition that all pupils can learn on their own terms. The theoretic background also consists of theories and research that support natural science education studies, where the emphasis is on understanding the phenomena and processes of natural science.
To achieve this goal, a qualitative study based on semi-open interviews with nine middle and lower secondary school natural science teachers was performed. Participants for the study were selected by inviting science teachers to take part in interviews on their closed Facebook page and by emailing natural science teachers known to the researcher. The purpose of the study was to increase understanding of how teachers can better teach pupils with special needs in natural science in compulsory school and what support they need.
The findings indicate that natural science education is well suited to meet the different needs of pupils. When natural science teachers use diverse teaching methods like experiments, observations, information technology and outdoor education, they usually succeed in making all pupils active on a peer basis. Teachers report using an individual curriculum, star grading, varied and adapted assignments, varied assessments built on pupils interests to accommodate pupils with special needs. However, teachers felt that they needed more support for teaching pupils with special needs, i.e., adapted curriculum, cooperation between home and school and within schools as well as more resources, in order to be able to carry out inclusive natural science education.
Teachers are constantly developing ideas and ways to meet the different needs and abilities of pupils in natural science education. Natural science sometimes becomes an optional subject for pupils with special needs. Schools should focus on what children can do instead of what they cannot or their diagnoses. In natural science teaching, like other subjects, there is an opportunity to accommodate children with special needs by adapting the teaching to their strengths and interests. This study gives the school community the opportunity to learn from and further develop what is well done in natural science education and what improvements are needed.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Rakel__Dögg_Óskarsdóttir.pdf | 1.11 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
skemman_yfirlysing_ .pdf | 277.41 kB | Lokaður | Yfirlýsing |