is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45514

Titill: 
  • „Ef við náum ekki bekkjarstjórn þá getum við gleymt þessu“ : mat á námskeiði í bekkjarstjórnun fyrir grunnskólakennara
  • Titill er á ensku „If classroom management is not attainable, we can forget this“ : assessment in classroom management for primary teachers
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Kennarar þurfa að ná til fjölbreytts hóps nemenda og styðja við nám, hegðun og líðan hvers og eins. Mikilvægt er að samskipti kennara og nemenda séu farsæl, en þar skiptir bekkjarstjórnun miklu máli. Árangursrík bekkjarstjórnun eykur gæði kennslu og námsástundun og stuðlar auk þess að bættri líðan kennara og nemenda. Ef hún er ómarkviss getur það hins vegar valdið álagi og streitu, bæði fyrir nemendur og kennara. Þetta verkefni fjallar um niðurstöður rannsóknar á námskeiði í gagnreyndum bekkjarstjórnunaraðferðum fyrir grunnskólakennara. Áhersla var lögð á að kanna upplifun þátttakenda af aðferðunum sem þeir lærðu á námskeiðinu og nýttu svo á vettvangi með nemendum sínum, svo sem gagnsemi þeirra og hvort og hvaða aðferðir þeir sæju fyrir sér að nota áfram. Þátttakendur, alls ellefu talsins, voru starfandi grunnskólakennarar sem luku námskeiðinu og mátu afrakstur þess. Blönduðum (þ.e. eigindlegum og megindlegum) rannsóknaraðferðum var beitt, meðal annars spurningalistum og mati á mætingu og þátttöku. Einnig voru tekin rýnihópaviðtöl (e. focus group) við tvo mismunandi undirhópa þátttakenda. Samhljómur virtist vera um að það sem þátttakendur lærðu á námskeiðinu hefði borið árangur á vettvangi og að þeir myndu halda áfram að nýta aðferðirnar. Þá töldu þátttakendur þjálfun sem þessa nauðsynlega fyrir kennara, sérstaklega nýliða í stéttinni. Niðurstöður samræmast fyrri íslenskum rannsóknum á þessu sviði og benda til þess að þörf sé fyrir og áhugi á þjálfun í bekkjarstjórnun meðal grunnskólakennara hérlendis. Fjallað verður almennt um aðferðirnar og mikilvægi þeirra þar sem rannsóknir sýna að þær geti stuðlað að betri árangri og líðan nemenda og kennara.

  • Útdráttur er á ensku

    Teachers need to reach a diverse group of students and support learning, behavior, and wellbeing of everyone. Positive teacher-student communication is important, and as such, efficacious classroom management is crucial. Effective classroom management increases the quality of teaching and learning and contributes to the well-being of teachers and students.
    If it is ineffective, however, it can cause strain and stress, both for students and teachers. This study discusses the results of a study of a course in evidence-based classroom management methods for primary school teachers. Emphasis was placed on exploring the participants’ experience of the methods they learned in the course and then applied in the field with their students, such as their usefulness and whether and which methods they envisioned using in the future. The participants, eleven in total, were working elementary school teachers who completed the course and evaluated its results. Mixed (i.e., qualitative and quantitative) research methods were used, including questionnaires and assessments of attendance and participation. Focus group interviews were also conducted with two different subgroups of participants. There seemed to be a consensus that what the participants learned in the course had been successful in the field and that they would continue to use the methods. Participants also agreed that this type of training is necessary for educators, especially early career teachers. The findings are consistent with previous Icelandic research in this field and indicate that there is a need for and interest in classroom management training among primary school teachers in Iceland. The importance and implications of these findings are discussed, as research shows that effective classroom management practices contribute to enhanced student and teacher well being.

Samþykkt: 
  • 5.7.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45514


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sara Bjarney(sbo14) M.Ed-ritgerð - lokaskil.pdf889,52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing_sbo14.pdf131,2 kBLokaðurYfirlýsingPDF