is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45516

Titill: 
  • Góðir hlutir gerast hægt : starfendarannsókn á innleiðingu leiðsagnarnáms
  • Titill er á ensku „Good things happen slowly“ : an action research on the implementation of formative assessment
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Leiðsagnarnám hefur notið aukinna vinsælda í skólum landsins, en rannsókn þessi fjallar um innleiðingu á leiðsagnarnámi í grunnskóla á Austurlandi. Tilgangur hennar var að öðlast skilning á hvernig hægt væri að innleiða leiðsagnarnám sem hefði það að leiðarljósi að bæta námsmenningu skólans. Markmiðið var að greina hvernig mér tækist til við innleiðinguna og hvernig ég gæti eflt fagmennsku mína. Rannsóknin er starfendarannsókn þar sem ég rýndi í eigið starf í tvö ár. Gagna var aflað frá vori 2021 til vors 2023 með skráningu í rannsóknardagbók og með því að halda til haga fundargerðum, verkefnum og vefpóstum. Gögnin voru greind með frásagnarrýni í tímabil og efnisflokka. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að góðir hlutir gerast hægt og innleiðing á nýjum starfsháttum krefst bæði þolinmæði og tíma. Innleiðingarferlið hófst af krafti en það skapaði neikvætt viðhorf margra. Þegar innleiðingunni var gefinn lengri tími og kennarar hafðir með í ráðum varð viðhorfið jákvæðara. Niðurstöður benda til að kennarar þurfi að fá tíma til þess að sinna innleiðingunni, prófa ný vinnubrögð og ígrunda sameiginlega. Þá þarf að gefa hverju atriði ákveðinn tíma til að þróast og það að gera starfendarannsókn samhliða hjálpar kennurum að halda utan um ferlið. Nemendur þurfa jafnframt tíma til að læra á breytta kennsluhætti kennarans og læra að nýta sér aðferðir og hugmyndir leiðsagnarnáms. Ég dreg þá ályktun að ég hafi eflt fagmennsku mína og starfshætti með hjálp leiðsagnarnámsins, ásamt því að stuðla að bættri námsmenningu skólans. Ég legg til að innleiðingu á leiðsagnarnámi sé gefinn tími til að þróast og allir starfsmenn hafðir með í ráðum.

  • Útdráttur er á ensku

    Formative assessment has become increasingly popular in Icelandic schools, but this study deals with the implementation of formative assessment in primary schools in the eastern part of the country. Its purpose was to gain an understanding of how it would be possible to implement an formative assessment with the aim of improving the school's learning culture. The goal was to analyse how I managed the implementation and how I could strengthen my professionalism. The research is an action research, where I examine my own work for two years. Data was collected from spring 2021 to spring 2023 by writing a research diary and by maintaining meeting minutes, projects and webmail. The data was analysed by narrative inquiry into periods and subject categories. The main findings of the study are that good things happen slowly and implementation of new practices requires both patience and time. The implementation process started with vigour, but it was received with a negative attitude by many. When the implementation was given more time and teachers were included in the deliberations, their attitude became more positive. Teachers need to be given time to implement and try new ways of working and reflect together. Each aspect needs to be given a certain amount of time to develop, and doing action research at the same time helps the teachers keep track of the process. Students also need time to learn about the teacher’s new practices and to use the methods and ideas of formative assessment. I conclude that I have improved my professionalism and practice with the help of the formative assessment, as well as contributed to the improvement of the school’s learning culture. I suggest that the implementation of formative assessment is given time to develop, where all employees are included in the deliberations.

Samþykkt: 
  • 5.7.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45516


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Særún Hlín Laufeyjardóttir.pdf658.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing_.pdf227.23 kBLokaðurYfirlýsingPDF