is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45520

Titill: 
  • Aðgengi að upplýsingum um þjálfunaraðferðir : YAP og TSMT
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni verða skoðaðar tvær þjálfunaraðferðir sem sýnt hefur verið fram á að hafi góð áhrif á þroska barna. Þessar þjálfunaraðferðir heita YAP og TSMT. Þær nýtast best börnum á leikskólaaldri þar sem grunur leikur á um að einhverskonar frávik í þroska sé að ræða. Tilgangur verkefnisins er að upplýsa fólk um YAP og TSMT og sýna hversu auðvelt er að bæta hreyfingu inn í dagleg störf. Verkefni þetta gengur út á það að veita upplýsingar um þjálfunaraðferðir sem nýtast bæði fötluðum og ófötluðum börnum vel. Þrátt fyrir að þessar leiðir sýni fram á góð áhrif á þroska allra barna eru þær gagnlegastar fyrir börn með einhvers konar frávik.
    Upplýsingar um þessar þjálfunaraðferðir virðast vera af skornum skammti en markmið höfunda var að gera þessar þjálfunaraðferðir aðgengilegar fyrir bæði fagfólk og foreldra. Meginhluti verkefnisins er vefsíða þar sem upplýsingar verða aðgengilegar þeim sem vilja fræðast og kynnast efninu betur. Fyrstu ár ævinnar eru mjög mótandi og er mikilvægt að koma hreyfingu inn á þessum árum þar sem hreyfing getur haft jákvæð áhrif á heilsu og þroska barna.
    Markmið verkefnisins er að fræða foreldra og þá sem vinna náið með börnum um mikilvægi hreyfingar og hvernig þessar tvær þjálfunaraðferðir gætu nýst þeim. Einnig mun verkefnið koma með hugmyndir um hvernig hægt er að vinna með YAP heima fyrir og inni í leikskólum í skipulögðum hreyfistundum.

Samþykkt: 
  • 6.7.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45520


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SnidmatA4.pdf8.9 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Vefsíða og fylgigögn.pdf14.7 MBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing_MG_AJ.pdf236.19 kBLokaðurYfirlýsingPDF