is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45526

Titill: 
  • Byltur meðal eldri aldurshópa : hlutverk þjálfunar í byltuvörnum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hækkandi lífaldri og fjölgun í hópi eldri aldurshópa fylgja áskoranir og aukin þörf fyrir heilsueflingu þessa hóps. Með aldrinum aukast líkur á byltum sem ógna heilsu og lífsgæðum eldri einstaklinga. Árlega lendir um þriðjungur einstaklinga 65 ára og eldri og um helmingur þeirra sem eru 80 ára og eldri í því að detta. Tilgangur þessarar rannsóknarritgerðar er því að fjalla um byltur og varpa ljósi á áhrif þeirra á lífsgæði eldri aldurshópa. Auk þess verður mikilvægi þess að koma í veg fyrir byltur og hlutverk jafnvægis- og styrktarþjálfunar í byltuvörnum kannað. Til að beita viðeigandi forvörnum er meðvitund á aldurstengdum breytingum, þekking á byltum, áhættuþáttum og afleiðingum þeirra mikilvæg. Með sérhæfðri jafnvægis- og styrktarþjálfun sem skilar sér í bættu jafnvægi, skynjun og fallviðbrögðum má draga úr byltum og byltuhættu meðal eldri aldurshópa. Ásamt því að draga úr byltum getur viðeigandi þjálfun elft líkamlega, andlega og félagslega vellíðan og stuðlað að farsælli öldrun.

Samþykkt: 
  • 6.7.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45526


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Byltur meðal eldri aldurshópa_Hlutverk þjálfunar í byltuvörnum.pdf524.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Fræðslubæklingur og heimaæfingar.pdf6.06 MBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Birgitta Þóra og Steinunn Bára.pdf122.14 kBLokaðurYfirlýsingPDF