Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45530
Undanfarinn áratug hefur verið nokkuð hröð þróun hvað varðar snjalltæki og hugbúnaðarþróun fyrir þau tæki. Mikil aukning hefur verið á snjalltækjanotkun meðal yngri barna sem hefur veruleg áhrif á líf og heilsu barnanna. Markmið þessa verkefnis er að skoða hvernig aukin snjalltækjanotkun hefur áhrif á líf og heilsu yngri barna, á aldrinum núll til sex ára, ásamt því að hjálpa foreldrum að takast á við heilsutengd áhrif snjalltækjanotkunar og bæta líf barna sinna. Verkefnið samanstendur af greinargerð og vefsíðu. Vefsíðan ber heitið Skjánotkun yngri barna og er samantekt af ráðleggingum og upplýsingum til foreldra, forráðamanna og starfsmanna í leik-og grunnskóla. Einnig inniheldur vefsíðan hugmyndir af athöfnum sem er hægt að viðhafa í staðinn fyrir notkun snjalltækja og hugmyndir að samverustundum sem er hægt að eiga bæði inni og úti. Inni á síðunni má líka finna dæmi um þroskandi smáforrit og sjónvarpsþætti sem börnin geta horft á með foreldrum sínum. Vefurinn byggir á rannsókn okkar og inniheldur einnig texta um heilsu yngri barna í tengslum við skjánotkun. Slóðin á vefsíðuna okkar er https://johannaosk98.wixsite.com/skjanotkunyngribarna. Aldur ungra barna sem eignast sitt eigið snjalltæki fer sífellt lækkandi og hafa erlendar rannsóknir frá nágrannaþjóðum okkar sýnt að fjórðungur barna frá núll til fimm ára eiga sína eigin spjaldtölvu (Chaudron, 2015). Fyrri rannsóknir hafa sýnt að mikil aukning er á snjalltækjanotkun yngri barna sem hefur neikvæð áhrif á heilsufarsþætti eins og svefn, matarvenjur og hreyfingu sem skilar sér í verri hegðun á meðal barnanna. Skjánotkun og hegðun yngri barna hefur lítið verið skoðuð hér á landi og er rannsókn okkar viðleitni til þess að auka við þekkingu á því sviði.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
-Lokaskil--Jóhanna-Ósk-og-Þórdís-Helga.pdf | 392.27 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
Lokaskil-Vefsíða.pdf | 747.85 kB | Opinn | Fylgiskjöl | Skoða/Opna | |
skemman_yfirlysing1.pdf | 80.91 kB | Lokaður | Yfirlýsing |