Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45534
Samfélagið í dag hefur kallað eftir því að krafa sé sett á grunnskóla landsins að bjóða upp á heildstæða og góða fræðslu um kynlíf, hinsegin, samskipti og sambönd. Til þess að hægt sé að mæta þessari þörf þarf að vera til námsefni og kennarar þurfa að vera í stakk búnir til að takast á við málefnin sem þetta efni kallar á. Lets talk about sex… er kennsluefni í kynfræðslu á ensku ætlað 10. bekk og tví- eða fjöltyngdum nemendum með betra vald á ensku en íslensku. Útgefið kennsluefni í kynfræðslu í dag er heldur einsleitt, litast af kynjatvíhyggju og fjallar oft aðeins um grunnatriði varðandi kynþroska og getnaðarvarnir. Kennsluefnið Lets talk about sex... skiptist í nemendabók og kennsluleiðbeiningar og er ætlað að fylla upp í þörfina fyrir kennsluefni sem kennir nemendum um mörk, samskipti, heilbrigð og óheilbrigð sambönd og fleira. Kennurum ber skylda að veita nemendum fræðslu um kynfræðslu og er því mikilvægi verkefnisins talsvert.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lets talk about sex... Kennsluefni í kynfræðslu fyrir nemendur í 10. bekk.pdf | 342,12 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
Lets talk about sex... Kennsluefni..pdf | 3,42 MB | Opinn | Fylgiskjöl | Skoða/Opna | |
Lets talk about sex... Kennsluleiðbeiningar.pdf | 3,64 MB | Opinn | Fylgiskjöl | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing ESR-THS.pdf | 296,36 kB | Lokaður | Yfirlýsing |