Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45536
Umræðan um kynfræðslu hefur aukist töluvert síðastliðin ár og þá sérstaklega hvernig megi bæta fræðsluna og kennsluefnið sem stendur til boða. Í þeirri rannsókn sem hér var framkvæmd er skoðað hvernig kynfræðslu er háttað fyrir unglinga í almennum grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Fötluð börn fá oftar en ekki kynfræðslu sem beinist að forvörnum gegn kynferðisofbeldi og þar af leiðandi er verið að færa ábyrgðina af gerandanum. Eigindleg rannsókn var framkvæmd þar sem tekin voru viðtöl við sjö kennara á höfuðborgarsvæðinu sem kenna kynfræðslu. Allir voru þeir sammála um að breytingar hafi orðið á kynfræðslu fyrir fötluð börn. Enginn gat þó sagt hvaða breytingar hefðu átt sér stað. Viðmælendur tóku dæmi um skóla án aðgreiningar og að fötluð börn væru hluti af bekknum þegar kæmi að kynfræðslu, án þess þó að vita hvort efnið gagnaðist þeim eða ekki. Þegar rýnt er í viðtölin má sjá að ableisma er að finna innan skólakerfisins og þörf er á uppfærðu kennsluefni sem hentar öllum. Kynfræðsla er mikilvæg fyrir alla, fatlaða og ófatlaða því allir eiga rétt á fræðslu um eigin líkama, langanir og þarfir.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
%22Það má öllum langa að stunda kynlíf%22 Kynfræðsla fyrir alla í almennum grunnskólum .PDF | 451.8 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.pdf | 96.72 kB | Lokaður | Yfirlýsing |