is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45538

Titill: 
  • Bekkjarstjórnun og hegðunarvandi nemenda : reynsla kennara
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að fá innsýn í hvaða aðferðir kennarar á yngsta stigi grunnskóla nýta sér við bekkjarstjórnun. Unnið var úr viðtölum sem tekin voru við fimm kennara 1.bekkjar um hegðun nemenda, bekkjarstjórnun og líðan í starfi. Viðmælendur eru þátttakendur í stærri rannsókn, Bekkjarstjórnun, nám og líðan, sem leiðbeinendur hafa umsjón með. Í viðtölunum komu fram nokkur þemu. Kennurunum fannst kennaranámið ekki nægur undirbúningur til að geta tekist á við hegðunarvanda og bekkjarstjórnun þegar þeir hófu störf sem kennarar. Allir fimm viðmælendurnir lýstu því hvernig þeir upplifa erfiða hegðun í bekknum sínum og hvernig þeir nota hver sína aðferð við bekkjarstjórnun. Kennararnir sögðu frá hvernig hegðunarvandi nemenda eða utanaðkomandi álag hefur haft áhrif á líðan þeirra í starfi. Þeir hafa allir upplifað einkenni streitu, vonleysi og/ eða einkenni kulnunar. Kennararnir nefndu að góður stuðningur í kennslu væri mikilvægur, bæði stuðningur inn í bekk og góður stuðningur frá stjórnendum. Þetta eru sambærilegar niðurstöður og áður hafa komið fram í rannsóknum á líðan kennara í starfi og krefjandi hegðun nemenda.

Samþykkt: 
  • 7.7.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45538


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Ed Eyrún og Harpa.pdf632.32 kBLokaður til...30.06.2033HeildartextiPDF
skemman_yfirlysing_.pdf480.34 kBLokaðurYfirlýsingPDF