is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45540

Titill: 
  • Að efla hljóðkerfisvitund barna : rýnt í eigin störf
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hljóðkerfisvitund er mikilvægur hluti málþroska barna en hún felur í sér þá þekkingu um málið að orð séu sett saman úr hljóðum sem hægt er að hafa áhrif á og leika sér með. Sterk tengsl eru á milli þess að hafa góða hljóðkerfisvitund og farsæls lestrarnáms. Það er því mjög mikilvægt að það starf sem fram fer í leikskóla miði að því að styðja sem best við máltöku barna, þar með talið hljóðkerfisvitund þeirra, svo að þau séu sem best búin undin áframhaldandi nám, en ýmsar viðurkenndar leiðir og aðferðir eru til svo hljóðkerfisvitund verði sem best efld. Til að það sé tryggt þurfa leikskólakennarar að vera stöðugt vakandi fyrir eigin störfum og hversu vel þeir sinna þessum þáttum. Í þessari ritgerð er leikskólastarfsmanni á deild þriggja ára barna fylgt eftir í heila viku og starf hans við að efla hljóðkerfisvitund barnanna skráð og metið. Rannsóknarspurningarnar sem unnið var eftir hljóðar svo: Hvernig gengur að vinna með hljóðkerfisvitund þriggja ára barna í daglegu starfi og hvernig rímar það við þekkingu á sviðinu?
    Hvað gengur vel og hvað má betur fara?
    Niðurstöður höfunda leiddu í ljós að hægt er að efla og ýta undir hljóðkerfisvitund barna með því að veita ríkulegt málumhverfi og með því að bjóða til dæmis upp á skipulagðar samveru-, lestrar- og spilastundir. Einnig er niðurstaðan sú að hljóðkerfisvitund og málþroski barna er samtvinnuð og eru undirstaða lestrarnáms sem og skilnings á töluðu og rituðu máli. Það gekk vel að efla hljóðkerfisvitund barna í daglegu starfi og voru flest öll tækifæri til þess nýtt. Það sem hefði má betur mætti fara er að betra hefði verið að hafa hópana minni í skipulögðum samverustundum til þess að ná betur til allra barna.

Samþykkt: 
  • 7.7.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45540


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Að efla hljóðkerfisvitund barna.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing (2).pdf89.54 kBLokaðurYfirlýsingPDF