en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/45547

Title: 
  • Title is in Icelandic Samband andlegrar heilsu og íþróttameiðsla : áhrif sálfræðilegra inngripa á bataferli íþróttameiðsla
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Íþróttameiðsli eru óhjákvæmilegur partur af íþróttum og geta haft víðtækar neikvæðar afleiðingar á bæði andlega- og líkamlega heilsu íþróttafólks. Rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl milli andlegs ójafnvægis meðal íþróttafólks og íþróttameiðsla. Tilgangur verkefnisins er að varpa ljósi á samspil íþróttameiðsla og andlegrar heilsu í undanfara meiðsla og sem afleiðingu meiðsla. Er það markmið rannsakenda að kanna áhrif heildrænnar nálgunar á bataferli íþróttameiðsla og skilvirkni sálfræðilegra inngripa í bataferli íþróttameiðsla. Niðurstöður eru byggðar á ritrýndum gögnum sem sótt voru í gegn um leitarvélina Google Scholar auk fræðirita á bókasafni Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Úrvinnsla gagna leiddi í ljós að streita auki líkur á meiðslum en félagslegur stuðningur og viðeigandi bjargráð dragi úr líkum á meiðslum. Meiðsli geta haft víðtæk neikvæð áhrif á andlega heilsu íþróttafólks svo sem þunglyndi, pirring og reiði. Þau sálfræðilegu inngrip sem tekin voru fyrir voru slökun, skynmyndir, markmiðasetning og sjálfstal. Samkvæmt niðurstöðum studdu inngripin við bataferli íþróttameiðsla, þó mis vel eins og sér. Helstu ávinningar voru styttri batatími og minni endurmeiðslakvíði. Sé sálfræðilegum inngripum beitt í forvarnarskyni dregur það úr meiðslatíðni. Mikilvægt er að gera fræðslu um notkun og beitingu sálfræðilegra inngripa í þjálfun aðgengilegri svo auðveldara sé að veita heildræna nálgun í þjálfun og endurhæfingu íþróttafólks.
    Lykilhugtök: Íþróttameiðsli, andleg heilsa, sálfræðileg inngrip, slökun, skynmyndir, sjálfstal, markmiðasetning.

Accepted: 
  • Jul 7, 2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45547


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Samband andlegrar heilsu og íþróttameiðsla. Ísak og Stefanía.pdf680.91 kBLocked Until...2043/05/01Complete TextPDF
Yfirlýsing.pdf717.53 kBLockedDeclaration of AccessPDF