is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45548

Titill: 
  • Tjáning á allra færi : málörvun fjöltyngdra barna í gegnum daglegt starf
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessu B.Ed. lokaverkefni er farið yfir málörvun fjöltyngdra barna og hvernig megi auka hana í gegnum allt daglegt starf leikskólans. Verkefnið skiptist annars vegar í greinargerð og hins vegar í spurningaspjöldin Tjáning á allra færi. Fyrir mörg börn eru leikskólar landsins eina íslenska málumhverfið þeirra. Það er því mikil ábyrgð sem hvílir á leikskólastarfsfólki þegar kemur að málörvun fjöltyngdra barna. Hins vegar sýna niðurstöður rannsókna, bæði erlendar og innlendar, að málörvun fjöltyngdra barna á leikskólaaldri sé ábótavant. Þau vantar innihaldsríkar samræður en þau fá sjaldan tækifæri til að tjá skoðanir sínar og hugsanir og eru almennt spurð lokaðra spurninga í stað opinna spurninga.
    Við upplifðum óöryggi leiðbeinenda í leikskólanum gagnvart málörvun fjöltyngdra barna. Ákváðum við því að útbúa kennsluefnið Tjáning á allra færi. Kennsluefnið er í formi spjalda sem leikskólastarfsfólk styðst við í samræðum sínum við fjöltyngd börn. Spjöldin ýta undir notkun opinna spurninga í samræðum í öllu starfi leikskólans, hvort sem það er í leik,
    við matarborðið eða í fataklefanum. Markmiðið er því að kennsluefnið nýtist starfsfólki leikskóla til þess að auka færni sína í samræðum við fjöltyngd börn og að það gefi jafnframt fjöltyngdum börnum tækifæri til að þróa tjáningarfærni sína og dýpka þar með tungumálaskilning sinn og orðaforð.

Samþykkt: 
  • 7.7.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45548


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tjáning á allra færi Málörvun Fjöltyngdra barna í gegnum daglegt starf.pdf5.16 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Tjáning á allra færi A4.pdf5.57 MBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna
Tjáning á allra færi A6.pdf2.92 MBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing_.pdf274.46 kBLokaðurYfirlýsingPDF