is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45552

Titill: 
  • Ritunarkennsla og ChatGPT : breyttar áherslur í ritunarkennslu í íslensku á elsta stigi grunnskólans með tilkomu ChatGPT
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Íslenskukennsla á elsta stigi grunnskólans hefur þann megintilgang að undirbúa nemendur vel til að taka þátt í íslensku samfélagi, hvort sem það er í töluðu máli eða rituðu og gegnir ritun þar veigamiklu hlutverki. Ritunarkennsla í grunnskólum á hins vegar undir högg að sækja með tilkomu tungumálalíkana með gervigreind sem geta leyst hefðbundin ritunarverkefni fyrir nemendur á stuttum tíma. Við lok 10.bekkjar á færni nemenda í ritun að vera orðin talsverð en með ritunarkennslu þjálfast ýmis færni sem gagnast þeim út lífið. Fólk ýmist hræðist eða fagnar þessari nýju tækni og áhrif hennar á nám nemenda nú þegar, því er mikilvægt að möguleikar tungumálalíkana í námi og kennslu séu kannaðir. Tilgangur þessa verkefnis er að skoða hvort áherslur í íslenskukennslu á elsta stigi grunnskólans muni koma til með að breytast með tilkomu tungumálalíkansins ChatGPT og þá að hvaða leiti. ChatGPT mun ekki leysa ritunarkennslu af hólmi heldur gagnast sem góð viðbót í námi og kennslu, sú færni sem þjálfast með ritun er ekki eitthvað sem ChatGPT getur komið í staðinn fyrir. Til að sporna við því að nemendur fái gervigreind til að vinna fyrir sig verkefni er tilvalið að nemandinn sjálfur tali frekar út frá eigin reynslu og hugarheim í ritun sinni. Einnig mun áhersla á læsi og gagnrýna hugsun aukast í ritunarkennslu og verða enn stærri partur af íslensku á elsta stigi grunnskólans.

Samþykkt: 
  • 9.8.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45552


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.ed. ritgerð - Lokaskil, Aldís Anna Jónsdóttir.pdf965.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing Aldís Anna Jónsdóttir.pdf90.31 kBLokaðurPDF