Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4556
Greinagerð þessi er hluti af lokaverkefni til B.Ed prófs í grunnskólakennarafræðum við Háskóla Íslands, hinn hluti verkefnisins er kennsluverkefni. Í greinagerðinni er kennsluverkefnið kynnt og komið inn á kenningar Jean Piaget og Lev Vygotsky og þær tengdar hugmyndum Helgu Steffensen um kennslu í textílmennt. Fjallað er um Elizabeth Zimmermann en henni tókst að vekja áhuga margra á skapandi handverki en sjálf var hún prjónakona af lífi og sál. Rakin er saga prjóns á Íslandi og íslensku lopapeysunnar. Í verkefninu er getið þeirra markmiða sem falla að verkefninu en þau eru að finna í Aðalnámskrá grunnskóla, textílmennt.
Viðfangsefni kennsluverkefnisins er íslenska ullin og íslenska lopapeysan og hvernig nýta megi hana í kennslu í textílmennt á elsta stigi grunnskólanna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
kennsluverkefni.pdf | 1.57 MB | Lokaður | Kennsluverkefni | ||
Greinagerd.pdf | 79.01 kB | Lokaður | Greinagerð |