is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45561

Titill: 
  • Hlutverk og ábyrgð foreldra í íþróttum barna : ávinningur og tilgangur íþrótta fyrir börn og foreldra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hér á landi er áætlað að um 80% barna taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi en íþróttir geta hjálpað börnum að þroskast sem einstaklingar. Markmiðið með ritgerðinni er að varpa ljósi á hlutverk foreldra í íþróttum barna sinna og mögulegan ávinning íþrótta fyrir foreldra og börn. Það er mikilvægt að stuðla að bættri hegðun foreldra í íþróttum barna vegna alvarlegra afleiðinga neikvæðrar hegðunar. Börn geta lært mikið af íþróttum og tileinkað sér eiginleika eins og aukið sjálfstraust, aga, virðingu og samheldni. Foreldrar eru þó ekki undanskildir lærdómi og geta tileinkað sér eiginleika eins og þolinmæði, tilfinningastjórnun og sjálfsvitund í gegnum íþróttir barna sinna. Í ritgerðinni er fjallað um þróun barna í íþróttum frá því stigi þar sem börn byrja að prófa ólíkar íþróttir yfir í sérhæfingu sem felur í sér mikla skuldbindingu fyrir börn og foreldra. Að sama skapi er gert grein fyrir ólíkum foreldrum í íþróttum barna. Niðurstöður ritgerðarinnar sýna fram á að foreldrar gegna mikilvægu hlutverki í að stuðla að því að börn upplifi ánægju og hamingju í íþróttum og þeir geta með hegðun sinni og framkomu verið mikilvæg hvatning eða haft alvarlegar afleiðingar fyrir börnin og framtíð þeirra.

Samþykkt: 
  • 10.8.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45561


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð - BA.pdf464,95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing_.pdf223,42 kBLokaðurYfirlýsingPDF