is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45562

Titill: 
  • ,,Þetta úrræði var svona uppáhalds hjá mér“ : ávinningur samstarfs félagsmiðstöðvar og barnaverndar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hin síðari ár hefur sífellt meiri áhersla verið á þverfaglegt samstarf þeirra sem koma að málefnum barna og unglinga. Í ritgerð þessari er varpað ljósi á ávinning samstarfs félagsmiðstöðvar og barnaverndar fyrir tómstundir og félagslega virkni barna og fagfólkið sem á í hlut. Verkefnið byggir á samstarfsverkefni þessara tveggja stofnana í sveitarfélaginu Árborg sem hefur verið í gangi síðustu ár. Um er að ræða einstaklingsmiðað stuðningsúrræði. Í leit minni að svari við rannsóknarspurningunum styðst ég jöfnum höndum við fræðilegar heimildir um mikilvægi tómstunda og þverfaglegs samstarfs fyrir viðkvæma hópa barna og unglinga, tölfræði um verkefnið, mína eigin sýn sem byggir á reynslu minni á vettvangi og sýn samstarfsaðila sem tekið var viðtal við. Sá samstarfsfélagi er fyrrum starfsmaður barnaverndar sem hefur reynslu af því að vísa sínum skjólstæðingum í úrræðið. Höfundur þessa verkefnis hafði umsjón með verkefninu í nokkur ár og mun einnig deila sinni reynslu af samstarfinu. Niðurstöður verkefnisins gefa til kynna fjölþættan ávinning þess að umræddar stofnanir eigi í samstarfi, bæði fyrir börnin sem unnið er með, en ekki síður fagfólkið. Niðurstöðurnar undirstrika einnig mikilvægi félagsmiðstöðvarstarfs fyrir börn sem standa höllum fæti og starfsfólksins innan veggja þess. Með tilkomu farsældarlöggjafarinnar hefur staða slíkra samstarfsverkefna styrkst en von mín er sú að þetta verkefni sýni fram á að samstarf þessara tveggja stofnana geti orðið að veruleika víðar um land og þar af leiðandi bætt þjónustu við unga fólkið okkar til muna.

Samþykkt: 
  • 10.8.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45562


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
arnarhm_230508-124844-2fd.pdf161.02 kBLokaðurYfirlýsingPDF
BA-RITGERÐ, lokaskil, AHM.pdf523.99 kBOpinnPDFSkoða/Opna